20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í C-deild Alþingistíðinda. (1054)

108. mál, strandferðir

Björn Kristjánsson:

Eg ætlaði ekki að taka til máls fyr en síðar, en eg sé mig knúðan til að svara nokkrum orðum, ámælum frá þremur háttv. þm. í garð bráðabirgðarstjórnar Eimskipafélags Íslands, fyrir tregðu sem hún sýni, að takast á hendur strandferðirnar fyrir félagsins hönd. Háttv. Í. þm. Skagf. (Ó. Br.) lagði sérstaklega áherzlu á, að sér þætti það undarlegt, að félagið skyldi ekki vilja taka að sér strandferðirnar, þar sem landasjóður ætlaði að leggja svo mikið fé fram til þeirra. Eg vil út af þessu benda á að félagið er enn ekki stofnað. Það vantar fé til þess. Bráðabirgðastjórnin hefir sent erindi til Alþingis um að það veitti fé til þess að hægt væri að setja félagið á stofn, en hún hefir ekki sent neitt erindi um að félagið vildi taka að sér strandferðirnar. Og mér er spurn, hvernig átti hún að gera það, þegar enn er ekki útséð um, hvort hægt er að setja félagið á stofn eða ekki? Í útboðsskjalinu, sem þegar hefir verið sent út um alt land, er það sagt, að væntanlegt félag treysti sér ekki til að takast á hendur atrandferðirnar fyrst um sinn. Eftir þessu skjali hafa menn skrifað sig fyrir hlutum í félaginu. Þjóðinni hefir verið sagt þetta, og hún væntanlega hagað sér eftir því, og þess vegna hefir bráaðabirgðastjórnin enga heimild til að semja um strandferðirnar. Það verður ekki gert fyr en félagið er komið á fót og ný stjórn hefir verið kosin. Nú hefir bráðabirgðastjórnin farið þess á leit við þingið, að það hjálpaði sér til að koma félaginu á stofn. Og hvað gerir svo þingið ? Það anzar þeim málaleitunum engu orði, en býr til þetta frumv. til þess að þröngva strandferðunum upp á félagið, sem enn er ekki til og engin trygging fyrir að verði nokkurn tíma til, vegna þess, að 100 þús. kr. vantar til þess að hægt sé að stofna það. Af þessu, sem eg hefi nú sagt, held eg að öllum hljóti að skiljast, að bráðabirgðastjórnin á ekkert aðkast skilið, þó að hún sé treg til að verða við þessum málaleitunum þingsins.

Út í einstök atriði ætla eg mér ekki að. fara. Háttv. þm. Dal. (B. J.) sagði, að strandferðaskipin ættu ekki að lesa upp hvern vog og vik hringinn í kring um landið. En eg verð að segja, að það sé einmitt nauðsynlegt. Fyr eru ekki strandferðirnar komnar í viðunanlegt horf. Allar vörur, og þó sérstaklega kornvörur, líða mikið við umhleðslu og auk þess þarf að tryggja vörurnar í hvert skifti sem skift er um skip. En það, hefir ekki svo lítinn aukakostnað í för með sér. Og loksins þegar varan kemur í smábátana, er ekki hægt að tryggja hana nema fyrir geypiverð, ef það þá, er hægt.