20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1524 í C-deild Alþingistíðinda. (1063)

108. mál, strandferðir

Ráðherrann (H. H.):

Eg álít ósæmilegt aðkast, það sem hr. Hendriksen hefir orðið fyrir hér í deildinni frá sumum háttv. þm. Hann hafði ekki ætlað að gefa innlegg í þessu stríði, en lét þó tilleiðast að fá nefndinni í hendur skýrslu, þá sem prentuð er sem fylgiskjal með nefndarálitinu eftir beiðni, sem eg flutti fyrir einn háttv. þingm. úr samgöngumálanefndinni. Eftir ummæli háttv. framsögum. (V. G.) við 1. umr. þessa máis, skrifaði hr. Hendriksen mér ítarlegt bréf og sagðist geta sannað fyrnefnda skýrslu sína í hverju atriði. Það bréf er nú í höndum formanns samgöngumáianefndarinnar í Ed., landlæknis Guðm. Björnssonar, og mun háttv. framsögum. (V. G.) hafa kynt sér það. Mér finst ekki viðkunnanlegt að gera þessum heiðursmanni þær getsakir hér í þingsalnum að ástæðulausu, að hann gefi ranga skýrslu. Hann hefir miklu betri tök til þess að vita ið rétta í þessu efni en hr. Tulinius, sem farinn er úr stjórn félagsins.

Eg sakna þess meðal annars hjá hv. nefnd, að þar er ekkert áætlað um daglegan kostnað við skipsútgerðina, sem smám saman verður. Það er ekki nóg, að hafa skipaskrokkinn. Það þarf að mála skipið, fá verkfæri, akkeri o. s. frv. Þetta sé eg ekki, að nefndin hafi tekið til greina.