20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í C-deild Alþingistíðinda. (1065)

108. mál, strandferðir

Matthías Ólafsson:

Eg er þeirrar skoðunar, að bezt færi á því, að millilandaferðir og strandferðir séu í sambandi hvað við annað. Það er ekki víst, að ef félögin eru tvö, fái annað flutning hjá hinu. Auk þess fylgir sá ókostur því að flytja vörur úr einu skipi í annað, að vörunum er hætt við skemdum. Þetta var eitt með öðru, sem fundið var að Thorefélaginu. Þess vegna álít eg mikið unnið við það, að strandferðaskipin komi við í útlöndum í hverri ferð, enda mun það vera bezti bitinn í atrandferðaútgerðinni, líkt og háttv. þm. S. Þing. (P. J.) tók fram. Þegar fiskur er sendur, er nauðsynlegt að láta hann óhaggaðan, þangað til hann er kominn alla leið þangað sem hann á að fara, og svo er um fleiri vörur. Með þessu lagi hygg eg ekki, að vér getum komist af með færri en 2 strandferðaakip.

Eg get ekki fallist á það hjá háttv. framsögum. (V. G.), að skýrsla hr. Tuliniusar sé réttari en hr. Hendriksens. Eg álít hvoruga nákvæma, og þó sízt hr. Tuliniusar. Ef hann hefir haft reikningana við höndina, hvað þarf hann þá að gizka á? En hann segir sjálfur, aðhann hafi ekkí reikninga við hendina. Eg hygg, að hr. Hendriksen hafi haft betri tök á að gefa rétta skýrslu heldur en sá, sem ekki hefir nauðsynleg skjöl við hendina. En hvað sem því líður, þetta raskar ekkert minni skoðun: Vér eigum að taka að oss strandferðirnar, hvort sem vér töpum á þeim eða ekki.