20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1532 í C-deild Alþingistíðinda. (1069)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Eg verð að byrja, þótt salurinn sé hálftómur, og þykir mér það leiðinlegt, því að þetta er mál, sem þingm. þurfa að skilja og þekkja, þar sem það gripur svo mikið inn í hag allra landsmanna. Þetta frumv. er ekki nema ein grein, svo að eg verð að tala um málið yfirleitt, og þar sem svo langt er síðan 1. umr. var, þá verða menn að fyrirgefa mér þótt eg taki upp einstöku punkta af því, sem eg sagði þá hvaða veltufé hefir nú bankinn yfir að ráða ? Það eru fyrst og fremst þessar 750 þús. kr., seðlarnir, sem hann atarfar með. Það var honum afhent og má skoðast sem veltufjáreign. Annað hefir hann aldrei haft, nema lánsfé. Og svo hefir verið sá gallinn á, að síðan árið 1900, að veðdeild stofnaðist, hefir þetta veltufé einmitt verið smámsaman dregið úr veltunni og bankinn hefir ekki notið þeirra hagsmuna af því, sem hann hefði haft, ef það hefði mátt vera í veltunni.

Af þessu veltufé, sem stendur í verðbréfum, hefir bankinn alls fengið kr. 30,400 í vexti á ári:

Af 360,000 kr., 31/2 %o . . kr. 12,600

— 200,000 – 31/2% .— 7,000

Og auk þess af veðdeildar-

bréfum 240,000 kr., 41/2% — 10,800

Alls kr. 30,400

En af þessu hefir svo bankinn orðið að greiða mikla skatta. Fyrst og fremst í landssjóð 1% og í byggingarsjóð 1%, sem verða um 15,000 kr. Enn fremur 1/4% fyrir flutning seðla landa á milli af kr. 750,000, sem verða 1875 kr.

Þetta verða alls 16,875 kr., sem verða að dragast frá þessum 30,400 kr., sem eg nefndi áðan, og verður því allur hagur bankans af þessu fé 13,525 kr.

Ef féð hefði nú mátt vera í veltunni, þá væru vextirnir (6%) af 750 þús. kr.

= 45,000 kr.

En nú er gróðinn . . . 13,525 —

og er þá beint tap . = 32,475 kr.

frá því sem mátt hefði vera, af því að þetta fé hefir verið dregið úr veltunni.

Alt annað fé, sem bankinn hefir haft með höndum, er lánsfé. Og þess vegna getur hann eðlilega ekki verið leiðarstjarna í því, hve háir vextir eru hér á landi af lánum, þó að hann sem þjóðbanki ætti að vera það og ætti að geta verið það.

Sparisjóðsféð er ekki nema 21/2 millión, og menn vita, að það er aldrei vel ábyggilegt. Loksins er það lánið frá 1907, 2 millíónir, sem að vísu var tekið í bankans þarfir, þótt vitanlegt væri, að bankinn gæti aldrei greitt það, því að alt af eykgt útlánaþörfin með aukinni framleiðslu. Framfarirnar heimta alt af meiri peninga. Það getur ekki verið umtalsmál, að leggja það á bankann, að skila þessu fé aftur.

Það má benda á það í sambandi við lánsþörfina, að enn þá rignir inn lánbeiðnum í þingið, þrátt fyrir það þó bankarnir séu tveir. Það var eðlilegt, að slíkt ætti sér stað áður fyr, þegar enginn banki var til í landinu, því að þá var ekki í annað hús að venda. En nú, þegar bankarnir eru orðnir tveir, er það ólag, að menn skuli vera neyddir til að fara til þingsins með lánbeiðnir. Það ætti vitanlega ekki að eiga sér stað, því að þingið á ekki að vera neinn banki, en þetta liggur í fyrirkomulaginu, sem er mjög skakt.

Það er komin fram breyt.till. við þetta frumv. frá háttv. 1. þm. Árn. (Sig. Sig.) og háttv. þm. S: Þing. (P. J.) þess efnis, að bankinn haldi áfram að greiða vöxtu af þessu fé eina og áður, 41/2%, þó að landið taki að sér að greiða lánið sjálft. Eg geri ráð fyrir, að háttv. flutningamenn þessarar brt. hafi ekki áttað sig á því, hvaða áhrif það gæti haft, ef bankanum yrði gert skylt að greiða þessa vöxtu. Fyrst og fremst getur þá ekki verið um neina veltufjáraukningu að ræða, ef bankinn gerði það. Það mun reka að því, þó svo færi að eg yrði ekki við þá stofnun riðinn framvegis, að þingmenn fengju að heyra það, að þetta nægir ekki, þótt féð jafnvel væri afhent bankanum sem lánsfé í 20 ár, þó að það væri vaxtalaust. Það er mikill munur á því, hvort féð er afhent bankanum sem lánsfé eða sem veltufé. Bankinn sendir reikninga sína út um alla veröld, að kalla má, til fjölda banka, sem hann hefir viðskifti við, bein eða óbein. Ef þessu væri nú svo fyrir komið, að þessir bankar sæju, að þessar tvær millíónir væru að safnast fyrir sem eign bankans, þá myndi það auka traust bankans og landsins mjög mikið út á við.

Annað atriði við þetta er það, að það stendur ekki á sama, hvað vextirnir eru hátt settir, ef bankinn er látinn svara vöxtum af upphæðinni. Eg tók það fram áðan, að af því, hvað veltufé bankans er lítið, og að það liggur í verðbréfum, tekið úr veltu, þá getur það ekki verið lagt til grundvallar fyrir því, hvaða vexti bankinn tekur. Það eru þessar tvær miliónir, sem verða því að leggjast til grundvallar. En ef bankanum er gert að skyldu að borga 41/2% vexti af þeim, þá er það sama sem að segja að vextir af öllum lánum hér á Íslandi skuli aldrei komast niður úr 6%. Sú stofnun, sem hefir að eins lánsfé til meðferðar, getur ekki gert ráð fyrir að munurinn á þeim vöxtum, sem hún borgar og þeim sem hún tekur af skuldunautum sínum, sé minni en 11/2%. Ef bankinn Verður að greiða 41/2%, þá getur hann ekki sett útlánsvexti neðar en 6%, ef hann á að vera fær um að bera kostnað og töp. Eg skal sýna þetta með dálítið ljósari rökum, svo að menn geti verið vissir um að eg fer með rétt mál, og benda á, hvaða afleiðingar það getur haft fjárhagslega fyrir landið, ef bankinn verður látinn borga þessa 41/2% vexti. Hann verður að halda vöxtum sínum í 6%, þó að bankar í öðrum löndum t.d. í Danmörku taki ekki nema 5%. Nú voru útlán bankans 31. des. síðastl. 4, 785,239,33. 1% skattur af því er 47,852 kr. En hér við bætist 1% af öllum lánum Íslandsbanka 31. des. kr. 6,457,712.86 öðrum en veðdeildarlánum, því að hann setur ekki sína vöxtu lægri. Og 1% af þeim er kr. 64,577,86. Það er líka skattur, sem legst á þjóðina, þegar vextirnir eru »normal«. Enn fremur getur aukist við veltufé Íslandsbanka samkvæmt lögum 2 milíónir, 1% af þeim er 20 þús. kr. Innlánsféð aukist o. s. frv. Skattur þessi gæti því numið af vöxtum þess banka enn 84 þús. kr. Og þessi vaxtaskattur á þjóðina færi út úr landinu, því þó lítið eitt af hlutum þess banka sé íslenzk eign; þá er engin trygging fyrir að svo haldist framvegis, því hlutabréfin eru handhafapappír. Þetta eru þá afleiðingarnar af því að bankanum eru sett þau kjör, að hann getur ekki komið útlánavöxtum sínum niður í »normalt« verð. Þetta kostar flutningurinn úr vasa Landsbankans yfir í vasa landssjóðs, að eins skifti um vasa. Eg skal koma seinna að því, hvenær þetta hverfur, en það er þegar vextirnir komast niður í 31/2°%. Þessi flutningur milli vasanna getur orsakað það, að landið tapi 84,000 kr., eða þar um bil, í hvert skifti sem vextir eru 5% í útlöndum. Þetta bendir á, hvað mikla fjárhagslega þýðingu það hefir fyrir landið, að bankanum verði ekki gert skylt að greiða of háa vexti.

Nefndin hefir leyft sér að koma með breyt.till., þar sem farið er fram á að vextirnir verði ekki ákveðnir hærri en 4%. Það er ekki af því að nefndin áliti að bankinn eigi að greiða þessa vexti, heldur hefir hún gert þetta til samkomulags í bráðina. Það orsakar að vextir Landsbankans geta komist niður í 51/2% En ef deildin og þingið vildi nú færa vöxtuna niður í 31/2%, þá er öllu bjargað, því að bankinn getur þá komist niður í 5% með útlánsvöxtu sína. Eg vona, að þó að hvorki eg né nefndin beri fram tillögu um það, þá verði einhver til þess að koma fram með tillögu um það til 3. umr., þegar menn Sjá, hvaða afleiðingar þetta getur haft. Eg hefi tekið þetta svona greinilega fram til þess að háttv. deildarmenn geti séð með opnum augum, hversu mikið nauðsynjamál þetta er, og geti áttað sig á því áður en gengið er til atkvæða. Eg þarf svo ekki að segja fleira að sinni, en skal að eina að lokum endurtaka það, að bankinn getur ekki borgað 41/2% vexti af þessu fé, svo framarlega sem hann á að hafa nokkur ráð til þess að geta haldið sæmilegum útlánsvöxtum.