20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1540 í C-deild Alþingistíðinda. (1074)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg hefi hér að eins litlu við að bæta það sem sagt hefir verið. Eg vildi að eins segja nokkur orð út af því sem hæstv. ráðherra sagði. Hann sagði, að Landsbankinn borgaði ekki nema 25% til landsjóðs af veltufénu. En hvers konar veltufé er það? Það er það sem landssjóður hefir lagt til í seðlum. Þegar Landsbankinn fyrst gaf út sína seðla, þá kostaði landssjóður efni þeirra (pappír) og gerð og var þá því ekki nema réttmætt að landssjóður fengi eitthvað fyrir snúð sinn að gefa út seðlana og ábyrgjast þá. En nú er alt öðru máli að gegna. Allan kostnað við útgáfu seðlanna annast nú bankinn. Og er því til nokkuð mikils ætlast, að bankinn borgi landssjóði 2% af veltufé sínu, í seðlum, sem landssjóður leggur ekki eyris-kostnað til í. Hefði landssjóðurinn lagt honum til 750 þús. kr. í gulli, í stað þess að gera það í seðlum einum, þá skyldi eg ekki lasta það þótt bankinn greiddi vöxtu af því fé, t. d. 41/2 %. Annars vil eg ekki fara lengra út í þetta mál. Aðalatriðið er það, að bankinn hefir of lítið starfsfé. Er nauðsyn á að auka það, þar sem lánaþörf landsmanna er altaf að aukast með ári hverju. Þetta 2 milj. kr. lán, sem landssjóður hefir veitt Landabankanum, er nú komið á veltu sem útlánsfé. Og ef bankinn ætti að fara að endurborga þetta, þá þyrfti hann að draga úr Veltunni (þ. e. innheimta af skuldunautum) jafn mikið af þessu útlánsfé sínu, sem hann ætti að borga landssjóði. En mundi það vera að vilja landsmanna ? Eg vil minna á, að það hefir verið óhappaár árið í árs. Að vísu hefir vel fiskast, en það hefir komið að litlu haldi þar sem ekki hefir verið hægt að þurka fiskinn hér sunnanlands, og jafnvel vestra. Er nú svo komið, að útgerðarmennirnir hafa orðið að baka sér skaðabætur fyrir það að geta ekki staðið í skilum með þann fisk, sem þeir voru búnir að selja fyrirfram. Og þessir menn skulda bankanum fé, sem hart væri að fara að krefja þá um þegar verat gegndi.

Hér er því um tvo kosti að ræða, annan þann, að bankinn standi á svo föstum fótum, að hann geti staðist þann atvinnuhnekki, sem óhappaárin valda, eða hinn, að hann verði neyddur til að draga inn útlánsfé sitt, sem gæti orðið til þess að velta um koll nýtustu mönnum, þeim sem sízt skyldi, — mönnum, sem geta bæði staðið í skilum og aukið atvinnu sína að mun undir eina og batnar í ári. Eina úrræðið verður þá, að landssjóður losi bankann við endurgreiðslu lánsins, svo að hann þurfi ekki að ganga hart að mönnum með að innheimta nú fé af þeim, þegar svona árar og verst gegnir. Eg segi þetta ekki af vorkunnsemi við bankann, því hann er engin lifandi vera, heldur við þá lifandi landsmenn, sem þurfa að nota hann. Og það munar um hverjar 100 þús. kr. þegar um það er að ræða, að kippa fótunum undan efnahag landsmanna.

Viðvíkjandi því, sem háttv. þm. Sfjk. (V. G) lagði til, þá er eg honum sammála. Eg hefi einmitt lagt þetta til áður um þessar 2 millíónir, sem landssj. hefir lánað bankanum, að hann legði þær nú bankanum sem »Interessent«, það er að segja, að hann fengi sinn hluta af ágóðanum. Þegar Landsbankinn væri búinn að borga alt, sem hann ætti að borga, leggja í viðlagasjóð o. s. frv., þá yrði arðinum skift og þá fengi landssjóður sinn hluta af honum, þannig, að þessar 2,000,000 kr. yrðu skoðaðar sem partur landssjóðs úr höfuðstól bankans. Þetta væri bussinesslike, eins og kallað er. Landssjóður væri Interessent í bankanum og fengi sinn hlut af arðinum eins og hver annar hluthafi, því Interessentar fá sama arð og hluthafar af eign sinni. Landsbankinn stæði þá ekki í neinni skuld við landssjóð og lánstrauat hans myndi aukast að mun.

Þetta, sem alt af er verið að gera hér, þegar um lán er að ræða, að slá Vöxtunum föstum, að menn eigi alt af að borga sömu vöxtu hvernig svo sem alt gengur og hvernig svo sem vextir standa annarataðar, minnir mig á eitt félag, Gránufélagið. Það skuldbatt sig til þess að greiða alt af 6% arð, hvernig svo sem gengi, hvort sem það græddi eða tapaði.

Af þessum 2 br.till vona eg að menn aðhyllist fremur br.till. nefndarinnar. Það verður að fara varlega þegar ákveða skal fasta vaxtahæð. Annars hefi eg hugsað, að einhver þingm. Vildi taka upp til 3. umr. tillögu samkvæmt því sem eg hefi sagt hér. En það er ekki auðið að gera það í dag, á þessu stigi málsins.

Eg vil enda á því, sem eg byrjaði á, að brýna það fyrir mönnum, að hér er ekki eingöngu verið að lita á hag Landsbankans, heldur og hag landsmanna. Það á að fara svo með bankann, að hann komi að sem mestum notum fyrir landamenn.