08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í C-deild Alþingistíðinda. (108)

20. mál, verkfræðingur landsins

Pétur Jónsson:

Út af því að tillaga hefir komið fram um það, að þessu máli verði vísað til launalaganefndarinnar, skal eg geta þess, að mér finst það eðlilegast. Eg er hræddur um, að ef þessu máli verður vísað til annarar nefndar, komist nefndirnar í mótsögn hvor við aðra.

Í 4. gr. launalagafrumvarpsins eru ákveðin laun landsverkfræðingsins. Það getur t. a. m. komið fyrir að launalaganefndin komist að þeirri niðurstöðu að taka laun verkfræðingsins út úr frumv., en að sérstök nefnd í þessu máli leggi til, að frumvarpið standi óbreytt, ellegar öfugt, og er þá orðin flækja á milli nefndanna.