20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1553 í C-deild Alþingistíðinda. (1081)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Lárus H. Bjarnason:

Í því trausti, að sæmilega góðviljuð stjórn Landsbankanum finni ráð til að afla þess fjár, sem hér um ræðir, og með þeirri greinargerð, að eg lít svo á, að þetta sé fremur lán en gjöf, þá ætla eg að greiða atkvæði með frumvarpinu til 3. umræðu, enda lít eg svo á, að þetta sé fult svo mjög landsmönnum í hag sem Landsbankanum.