08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (110)

16. mál, stjórn landsbókasafns

Ráðherrann (H. H.):

Þetta frv. er komið fram af sömu ástæðu og launalagafrumvarp, það sem var hér fyrir hv. deild í gær. Embættismenn Landsbókasafnsins hafa beðið um, að launum þeirra yrði breytt og þau hækkuð, og í bréfi landabókavarðarins, dagsettu 7. Febr. 1913, eru færðar ýtarlegar ástæður fyrir þessari ósk þeirra. Bréf þetta er prentað með frumvarpinu, svo eg finn ekki ástæðu til þess að fjölyrða um það, en legg til að frumvarpi þessu verði, að lokinni umr., vísað til launalaganefndarinnar.