21.08.1913
Neðri deild: 40. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1594 í C-deild Alþingistíðinda. (1104)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Skúli Thoroddsen:

Eg skal geta þess, að eg hafði að vissu eigi ætlað mér að eiga þátt í umræðunum um mál þetta fyr en við 3. umr. þess, þegar séð væri, hvað ofan á yrði við þessa aðra umr. málsins. Á hinn bóginn sé eg þó nú, að nokkur eru þau atriðin í áliti meiri hluta nefndarinnar, sem eg vil eigi leiða hjá mér með öllu, og verð því að minnast á með nokkrum orðum.

Eg skal þá fyrst geta þess, sem eg að vísu vék töluvert að við 1. umr. málsins, að eg get ekki felt mig við þá tillögu meiri hlutans, að ráðherra skuli að eins vera einn, enda þótt gert sé nú ráð fyrir því, að fjölga megi tölu ráðherranna með lögum.

Eg álít réttara, sé það eigi beinlínis ákveðið í stjórnarskránni. að ráðherrarnir skuli vera þrír, að konungi sé þó að minsta kosti heimilað að fjölga þeim svo, ef sýnist, án þess sérstakra laga þurfi.

Hvað kostnaðaraukann snertir, er af fjölgunini leiddi, þá yrði hann eigi tilfinnanlegur, sbr. ummæli mín við 1. umr. málsins, þar sem landritaraembættið dytti þá að sjálfsögðu úr sögunni, og fengjust þar þá þegar næg laun handa öðrum ráðherranum, sem við yrði bætt — alóþarft að ætla öðrum og þriðja ráðherranum hærri laun en seg þús. krónur eða þar um — og yrði þá útgjalda-aukinn að einar sex þús. krónur.

Það sem ynnist við það, að ráðherrarnir væru fremur þrír en einn, væri á hinn bóginn:

1, það, að stjórnin hefði meiri og fjölbreyttari þekkingu, að því er til landsmála kemur, þ. e. að því er allan hag og þarfir þjóðfélagsins snertir;

2, það, að íhugun hvers málefnis, sem er, yrði þá og að öllum líkindum mun vandaðri — og þá og síður hætt við einræði, eða gerræði, og fljótræði, eða fljótfærni — en er alt hvílir á einum manni, þ. e.

3, ályktunin, eða niðurstaðan, sem komist yrði að í hverju máli sem er, yrði, eða ætti að minsta kosti að geta orðið, réttari.

En að því skapi sem stjórnin býr yfir meiri þekkingu og víðtækari að því er hag og þarfir þjóðarinnar og hverrar einstakrar stéttar hennar snertir, því fremur má og ætla, að málefnum hennar verði sint og úr því bætt, sem unt er, sem að hverri einstakri stétt amar.

Mörg geta og ein lögin að eins verið þau, er svo þýðingarmikil eru fyrir þjóðina —, eða einhverja stétt hennar —, að eigi verði í peningum metinn hagnaðurinn, sem af því leiðir, eða hefjandi og lyftandi áhrifin á þjóðlífið.

Dálítil aukning við stjórnarkostnaðinn — sé von um happasælli árangur af stjórnarstörfunum — ætti því og sízt að vaxa almenningi í augum.

Þá get eg ekki heldur felt mig við þá tillögu meiri hluta nefndarinnar, að gefa stjórninni heimild til þess að víkja manni úr embætti fyrir fult og alt, án þess að honum sé geymdur réttur til þess að fá máli sínu skotið til dómstólanna.

Stjórnin hefir nóg hald á emættismönnum, þó að eigi sé svona langt farið, þar sem hún bæði hefir vald til að sekta embættismenn og víkja þeim frá um atundarsakir, enda nauðsynlegt, að embættismenn geti staðið sem sjálfstæðastir gagnvart stjórninni, nauðsynlegt eigi að eins sjálfra þeirra vegna, heldur og vegna þjóðarinnar, — og það eigi sízt, er á það er litið, að hún kýs æ einhverja þeirra á þing.

Að því er því næst snertir þær tillögur meiri hluta nefndarinnar, að til efri deildar skuli kosið hlutbundnum kosningum um land alt í einu lagi, og kjörgengi og kosningarréttur vera bundinn við 35 ára aldur, þá get eg að vísu felt mig við ið fyrgreinda, en á hinn bóginn alls eigi við það, að binda þá kosningar- og kjörgengisréttinn við 35 ára aldur.

Það, sem hér vakir fyrir meiri hluta nefndarinnar, það er það eitt, að hún vili skapa íhaldssama efri deild, — láta hana hamla á móti, þyki neðri deildin ætla. að fara of hratt.

En þá er að líta á það, hvaða rétt íhaldið eða íhaldsstefnan getur helgað sér í pólitíkinni.

Sé um það að ræða, að neðri deild vilji nema eitthvað það úr lögum, sem siðfræðislega rangt er — vitandi, að ið siðfræðislega ranga á eigi að fremjast, né heldur nokkur að láta viðgangast að framið sé —, þá getur eigi um réttmætt íhald eða íhaldsatefnu gegn slíku verið að ræða.

Fari því nýjungin, sem neðri deildin vill fá framgengt, í greinda átt, þá á íhaldið engan rétt á sér, þar sem vér allir vitum, að því sem gott er, ber hvorki að fresta né heldur að hindra, að það nái fram að ganga.

Sama er og sé um það að ræða, að lögbjóða eitthvað, sem siðfræðilega skylt er, t. d. að sinna betur sjúkum en gert hefir verið, eða þeim er neyðin þrengir að, með því að slíkt hafi eigi að undanförnu verið svo vel af hendi int, sem skyldi —, þá á íhaldið og engan rétt á sér, ef það beitir sér gegn slíku, sem þá að sjálfsögðu hvorki ber á nokkurn hátt að fresta né hepta.

Í þeim efnum, sem hér um ræðir, verður aldrei of hratt farið.

Vilji neðri deildin á hinn bóginn lögleiða eitthvað það sem siðfræðilega er rangt, þá er eigi að eins rétt, en og skylt, að hindra, að slíkt fái framgang, — og íhald geta menn og kallað það, ef þeir vilja, þótt í raun og veru sízt eigi þá það nafnið skilið.

En að inu — í þessum efnum rétta og skylda, og þá og æ heppilegasta, sé nokkru betur borgið, þótt kosningar og kjörgengisrétturinn til efri deildar sé bundinn við hærra aldumtakmark en til neðri deildar, — þ, e. bundinn við 35 ára aldur, fæ eg eigi séð, þar sem alls engin trygging né vissa er — þrátt fyrir hærri aldurinn — fengin fyrir því, að þeir séu almennu kjósendunum betri, þ. e. siðfræðilega lengra komnir.

Hitt á hinn bóginn öllum ljóst, að öll her þjóðin í sameiningu — þ. e. allir, sem fulltíða eru orðnir — ábyrgð á því, að eigi sé af þjóðfélaginu, né í garð einstaklinginga þess, eða annara, eitt eða neitt framið, sem rangt er, og ber þeim því að sjálfsögðu öllum kosningar og kjörgengisréttur, frá þessu sjónarmiði, hvort er um efri eða neðri deild ræðir.

Þá get eg eigi heldur felt mig við þá tillögu meiri hluta nefndarinnar, að ætla eigi nýju kjósendunum — þ. e. kvenfólki, vinnuhjúum o. fl. — að öðlast kosningar- og kjörgengisréttinn þegar í stað, nema þeim, körlum og konum, sem fertugir eru orðnir, en næsta ár svo þeim, er þá eru 39 ára o.s.frv. niður á við, unz allir »nýju kjósendurnir« hafa réttinn öðlast.

Meiri hluti nefndarinnar kannast við það - eins og rétt var og skylt — að kvenfólki, vinnuhjúum o. fl., sem nú er ætlað að öðlast kosningar- og kjörgengisréttinn á fyrgreindan hátt með stjórnarskrárbreytingunni, hafi þá að undanförnu verið gert rangt til, þ. e. hafi ranglega verið rétti sviftir rétti sem þeim að sjálfsögðu bar, engu síður en þeim, er réttarins hafa til þessa notið að lögum.

En þar sem nú meiri hluti nefndarinnar er kominn til þessarar sannleikans viðurkenningar, þá, er honum það og enn ljótara en ella, að vilja þó varna sumum nýju kjósendanna réttarins enn um hríð á fyrgreindan hátt.

Háttv. framsögumanni meiri hluta nefndarinnar fanat þetta eigi gera neitt til, þar sem hér væri að eins um fáein ár að ræða.

En hér til er því að svara:

1. Hvað getur eigi þjóðfélagið mist þessi árin, er fjölda einstaklinga þannig er varnað að neyta réttar síns ?

2. Hvað getur háttv. framsögumaður meiri hluta nefndarinnar o.fl. hrept — bakandi þannig í nokkur ár fjölda einstaklinga, karla og kvenna, þann sársaukann, að finna sig æ vera þá, er rangt er gert, og neyddir til að þola það 2

Setjum t. d., að kona, sem orðin er 25 ára og hefir brennandi áhuga á ýmsum þingmálum — langandi á þing og treystandi því, að kosningu næði, ef eigi væri henni eftir ranglátum lögum varnað þess réttar — setjum, að hún rendi þá huganum til háttv. framsögumanns meiri hluta nefndarinnar.

Hvað finnur hún þá í kvölinni, sem aðferð löggjafarvaldsins bakar henni? Myndi henni þá eigi geta farið líkt sem sumum brezku kvenréttindakvennanna, að hún fyndi sér heimilt — og enda skylt — að svífast þá jafnvel alls einskis gegn honum?

Hepni — hvað háttv. framsögumann meiri hluta nefndarinnar snertir — að hann er þá á Íslandi, en eigi á Bretlandi, eins og þar hefir gengið nú um hríð.

Loks er eg eigi síður ósamþykkur þeirri tillögu meiri hluta nefndarinnar, að vilja ekki láta yfirdómarana njóta kjörgengisréttar.

Þar sem þeir eru einu dómararnir hér á landi, sem stjórnin má eigi embætti svifta, nema með dómi, virðist mér tillaga meiri hluta nefndarinnar fara í svo þveröfuga átt, sem frekast er auðið.

Tilgangurinn — að gera þá óhlutdræga í dómarastörfum — næst og eigi, þar sem þeir geta engu síður, sem kjósendur og enda sem blaðlesendur að eins, orðið æstir í pólitík.

Svo skal eg ekki fara fleiri orðum um þetta að sinni. Eg vil fyrst sjá niðurstöðu þessa máls við 2. umr., og við 3. umræðu get eg þá komið fram með breytingu, ef mér finst ástæða til þess.