08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (114)

16. mál, stjórn landsbókasafns

Bjarni Jónsson:

Vegna þess að hæstv. ráðherra taldi Landsbókavarðarstöðuna veglegri en Landsskjalavarðarstöðuna, (Ráðherrann: Eg sagði ekki veglegri, heldur: meira starf). Jæja þá ætlaði eg að spyrja, hvort það stafaði af því, að því starfi væri sameinað meira starf fyrir Zöllner. Annars hefði eg talið heppilegra, hvað laun aðstoðarmannanna snertir, að bæta við þá einhverri upphæð á fjárlögunum, heldur en bera fram sérstakt frumvarp um það.