23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1735 í C-deild Alþingistíðinda. (1142)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Valtýr Guðmundsson:

Mér hefir verið falið sem framsögumanni samgöngumálanefndarinnar að tala nokkuð um kaflann 13. gr. C. Eg skal ekki fara mörgum orðum um tillögur samgöngumálanefndarinnar í heild sinni, en læt mér nægja í því efni að vísa til álits hennar, sem eg vona að háttv. þingmenn hafi kynt sér. Eg skal aðallega snúa máli mínu að þeim breyt.till., sem fram hafa komið við breytingartillögur okkar.

Það er þá fyrst breyt.till. á þgskj. 558 við 1. lið um undirbúning samgöngumála sjó, að til hans séu veittar 4000 kr. á ári. Þetta hefir fjárlaganefndin fallist á, en vill orða tillöguna þannig, að styrkurinn sé að eins til undirbúnings. Þetta skiftir ekki máli. Samgöngumálanefndin álítur þó, að í framtíðinni verði ekki hjá því komist að hafa fastan mann til að standa fyrir þessum málum, þó að á næsta fjárhagstímabili sé að eins um undirbúning að ræða. Að vísu ætlast nefndin til að stjórnin ráði mann til að standa fyrir undirbúningnum, en ekki að þetta verði gert að að fastri stöðu. Það getur verið mikið komið undir því, hver árangurinn af þessum tilraunum verður, hvort þingi og stjórn þyki rétt að stofna þessa stöðu. En það er ekki ólíklegt, að þegar 300 þús. kr. verða veittar á ári til samgöngmála, þá þurfi sérstakan mann til að hafa eftirlit með þeim málum.

Á þgskj. 563 er breyt.till. Við tölulið IV. 1 um að styrkurinn til Faxaflóabáts 12,000 kr., sé hækkaður upp í 14,000 kr. Á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar eru þessum bát að eins ætlaðar 12,000 kr., eins og samgöngumálanefndin hefir lagt til. Samgöngumálanefndin hefir ekki haft tækifæri til að ræða þetta, atriði, og get eg því ekki tekið neina ákveðna afstöðu til þessarar breyt. till., en eftir því sem fram kom í nefndinni, þótti henni tillagið nægilegt. Eg hygg þó, að hún muni ekki gera þetta að kappsmáli, en láti það vera á valdi deildarmanna, hvora upphæðina þeir velja. Auðvitað er það, að eftir því sem upplýstist af reikningum útgerðarinnar, var hægt að sjá, að þessi bátur er ekki vel settur fjárhagslega, og hins vegar á það að lita, að hann gerir mikið gagn, bæði að því er snertir póstflutning og mannflutning, og er landinu þannig til nokkurs aparnaðar, því virðist vera rétt að styrkja hann ríflega. Og eftir því sem útkoman hefir verið af tekjum bátsins, þá virðist vera full þörf á því að tekjurnar verði meiri, og getur því verið ástæða til að hækka styrkinn um þessar 2000 kr. Eg vil því fyrir hönd samgöngumálanefndarinnar ekki leggja á móti þessari hækkun, þótt nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að tillagið sé nægilegt.

Á þgskj. 558 fer fjárlaganefndin fram á að hækka styrkinn til bátaferða á Breiðafirði um 1000 kr. eða upp í 9000 kr. En á þgskj. 489 er önnur brtill. um að hækka þennan styrk upp í 10, 000 kr. Eins og getið er um í nefndaráliti samgöngumálanefndarinnar, þá voru þessar upphæðir til þessara bátaferða settar nokkuð af handahófi, vegna þess, að fullnægjandi upplýsingar voru ekki fyrir hendi, svo að nefndin gæti verið viss um að upphæðir þær, sem hún tiltók, væru á fyllilegum rökum bygðar. Eg mun geta sagt það fyrir hönd samgöngumálanefndarinnar, að hún geti gengið inn á að hækka styrkinn upp í 9000 kr., en 10,000 kr. býst eg við að henni þyki of hátt. Þessi styrkur hefir áður verið til stærri bátsins 7000 kr. og til minni bátsins 1000 kr. Eg vil því ráða háttv. deild til að halla sér að tillögu fjárlaganefndarinnar í þessu efni, en annars mun samgöngumálanefndin auðvitað halda sér við þær upphæðir, sem hún hefir sjálf stungið upp á, þó að hún geri það hins vegar ekki að neinu kappsmáli. Annars bárust samgöngumálanefndinni sögur um, að það væri vafasamt hvort stærri báturinn á Breiðafirði væri notaður samkv. vilja og til gangi Alþingis, þar sem hann væri í höndum kaupmanns, sem ef til vill notaði hann í eigin þarfir meira en góðu hófi gegndi. En það er vafasamt, hvort þessar sögur eru á rökum bygðar, og um það treystir nefndin sér ekki að dæma, en það mun koma í ljós við þá rannsókn, sem ætlast er til að fari fram.

Þá er enn breyt.till. frá fjárlaganefndinni á þgskj 558 við tölul. IV, 4, um að fyrir »Eyjafjarðarbátur« komi »Norðurlandsbátur«. Það er vel til fallin orðabreyting, því að þessi bátur er ekki einungis ætlaður Eyjafirði og mun samgöngumálanefndin fúslega fallast á þá breyt.till.

Þá fer fjárlaganefndin á sama þgskj. fram á að lækka styrkinn til bátaferða frá Vestmannaeyjum til Víkur, Stokkseyrar og Eyrarbakka um 1200 kr., úr 6000 niður 4800 kr. Það er eins með þessa upphæð eins og aðrar, að hún er tiltekin nokkuð af handahófi hjá samgöngumálanefndinni. en menn úr efri deildar-nefndinni, sem kunnugir eru í þessum héruðum, álitu, að þessi upphæð væri nauðsynleg og við hinir gátum ekkert um það dæmt, og eg held reyndar að þeir hafi ekki getað það heldur. Eg held að það myndi ekki saka þó tekin væri fjárlaganefndarupphæðin, og eg get hvorki ráðið til eða frá að samþykkja þessa breyt.till. Auðvitað mun samgöngumálanefndin hér halda sér við þá upphæð, sem hún hefir lagt til, en ekki mun hún gera þetta að neinu kappsmáli.

Þá er enn breyt.till. frá fjárlaganefndinni á sama þgskj., um að aftan Við liðina IV, 1.–4. og 6.–9. bætíst alt að. Þetta er breyt.till., sem samgöngumálanefndin. getur gengið að, því að þetta var hennar hugsun frá upphátt, þó að það kæmi ekki fram í tillögunum. Það er sjálfsagt, að það getur orðið mismunandi, sem útborgað er til þess ara ferða.

Á þgskj. 502 er farið fram á að hækka styrk til mótorbátsferða á Hvítá í Borgarfirði. Í frumvarpi atjórnarinnar er farið fram á að hækka þennan styrk um 200 kr. frá því sem nú er, eða upp í 600 kr., en á þgskj. 502 er farið fram á að hækka styrkinn upp í 800 kr. Samgöngumálanefndin áleit að 400 kr. mættu nægja eins og hingað til, að minsta kosti þangað til að reynsla er fengin fyrir því að styrkurinn komi að tilætluðum notum. Hún vildi fara varlegar sakirnar meðan ekki hefir farið fram rannsókn um það, hversu mikið gagn þessi bátur gerði. Nefndin hafði ekki fyrir sér neinar upplýsingar, sem fullnægjandi væru. Eg geri ráð fyrir, háttv. þm. Borgf. (gr. J.) geti gefið ein einhverjar upplýsingar, en meðan þær upplýsingar eru ekki komnar fram, mun Samgöngumálanefndin halda sér við sína tillögu, eða að öðrum kosti Við tillögu stjórnarfrumvarpsins, 600 kr. Ef héraðsmenn vilja leggja á sig jafn mikið á móti, þá virðist mér það sönnun fyrir nauðsyn bátsins. Eg held fyrir mitt leyti að það sé heppilegast í þessu efni að halda meðalveginn og hallast að frv. stjórnarinnar óbreyttu.

Þá kem eg að þessu stóra spursmáli um tillagið til Eimskipafélags Íslands til að halda uppi millilandaferðum. Eins og sjá má af framhaldsnefndaráliti samgöngumálanefndarinnar, þá hefir hún viljað, að bæði hluttaka í félaginu af landssjóðs hálfu og beint tillag úr landssjóði væri bundi því skilyrði, að félagið tæki að sér strandferðirnar. Nefndin var þó ekki öll á einu máli um þetta, en þetta var álit meiri hluta, nefndarinnar, og það mikils meiri hluta, ef miðað er við nefndirnar í báðum deildunum. Þetta er þó ekki svo að skilja, að félagið geti ekki fengið strax þennan 40 þús. kr. styrk, þó að það hafi engar strandferðir á næsta fjárhagstímabili, ef von er um að það byrji strandferðirnar 1916.

Samgöngumálanefndin var þeirrar skoðunar, að það væri heppilegast bæði fyrir félagið og landssjóð, að millilandaferðirnar og strandferðirnar kæmust á eina hönd. Okkur gat ekki skilist, að það gæti verið mikil áhætta fyrir Eimskipafélag Íslanda, að taka að sér millilandaferðirnar og strandferðirnar fyrir sama gjald og Sameinaða eimskipafélagið hefir nú. Það vita allir, að Sameinaða eimskipafélagið siglir ekki skipum sínum hingað bara til að tapa, og það ekki af föðurlandsást til Íslands, heldur til að hafa hagnað af því. Þess vegna ætti áhættan ekki að vera svo mikil. En skyldi svo fara, að reynslan sýndi annað, kæmi það í ljós, að félagið skaðaðist á ferðunum, þá væri alt af hægt fyrir alþingi 1915 að hlaupa undir bagga, þar sem um þjóðlegt fyrirtæki er að ræða. En hitt, að þetta geti orðið því til fyrirstöðu, að félagið komist á stofn, því get eg ekki samsint. Eg veit ekki betur, en að það sé komið svo mikið fé inn, að það sé þegar hægt að stofna félagið. Eftir því sem eg man bezt, þá var gert ráð fyrir því, að ef skipið væri eitt, þá þyrfti 265,000 kr. til þess að félagið gæti stofnast, en ef skipin væru tvö, þá þyrfti 385,000 kr. En félagið hefir fullkoma heimild til að stofna sig, þótt það hafi ekki nema eitt skip til að byrja með, og það hefir nú þegar fengið inn meira fé en til þess þarf. Þetta er því ekki rétt hjá háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.). En svo er hitt atriðið, hvort félagið geti haft tvö skip. Eg sé ekki betur, en að félagið geti byrjað með tveimur skipum, þegar það nú þegar er búið að fá inn 310,000 kr. í hlutaloforðum. Og það eru mikil líkindi til að Vestur-Íslendingar leggi til drjúgan skerf, þar sem þrír menn úr þeirra hóp hafa akrifað sig fyrir 30,000 kr. Eg ímynda mér, að tillög Vestur-Íslendinga í viðbót við það, sem komið er inn hér á landi, muni nægja til þess að félagið geti haft tvö skip, án hluttöku landssjóða. En þó að þetta kynni að bregðast, þá er upp á hitt að hlaupa, að félagið getur með því að gera samning við stjórnina, gert sér von um miklu meira fé, heldur en það hefir þegar fengið. Það getur gert sér góðar vonir um 400,000 kr., og það meira að segja þótt það hafi engar strandferðir fyr en 1916. Þar sem um það er nú að ræða, hvort félagið eigi að fá þennan atyrk skilyrðislaust, þá verðum við þingmenn líka að líta til landssjóðs og stjórnarinnar. Hér liggur fyrir frumv. um það, að ef ekki takist samningar milli Eimskipafélags Íslands og stjórnarinnar, þá á stjórnin að gera ráðstafanir til að koma á fót landssjóðsútgerð, en til þess verður hún í tækan tíma að hafa fengið vitneskju um, hvort félagið tekur að sé strandferðirnar eða ekki. Henni verður ómögulegt að kaupa ný skip eða láta byggja skip, nema hún hafi til þess rúman tíma, og henni verður ómögulegt að búa út fjárlagafrumv. sitt fyrir 1916–1917 nema hún fái að vita vissu sína um þetta í siðasta lagi snemma á árinu 1915. Þess vegna er nauðsynlegt, að það skilyrði sé sett fyrir styrkveitingu til félagsins fyrir 1915, að það taki að sér strandferðirnar ekki síðar en 1916. Hins vegar skal eg taka það fram fyrir nefndarinnar hönd, að hún mun ekki gera þetta að kappamáli, en yfirláta það þinginu að skera úr því. Það eru þá ekki hundrað í hættunni, þó að þessar 40,000 kr. yrðu veittar þetta eina ár 1915, án þess að samningar tækjust.

Að því er snertir hluttöku landssjóðs, þá verður samgöngumálanefndin að vera alveg á móti br.till. á þgskj. 508, þar sem farið er fram á, að landssjóður kaupi hluti í félaginu strax og án allra skilyrða. Þeirri tillögu verð eg fyrir hönd samgöngumálanefndarinnar algerlega að mótmæla.

Þetta atriði í tillögu samgöngumálanefndarinnar, að gera það að skilyrði fyrir hluttöku í Eimskipafélagi Íslands, að samningar tækjust við það um strandferðirnar ekki síðar en 1916, var samþykt með öllum atkvæðum í nefndinni. Það er því mín skylda, að mæla á móti br.till. á þgskj. 508.

En það er misskilningur hjá mönnum, að nefndin hafi ekki viljað hlynna að Eimskipafélaginu. Það vakti einmitt fyrir nefndinni, að hlynna sem bezt að því. Er það ekki til að hlynna að því, að landssjóður kaupi hluti í því fyrir 400,000 kr., þó það sé gegn því, að félagið haldi uppi strandferðunum? Jú! En það virðist svo sem menn hafi ekki trú á því að strandferðirnar geti borið sig. En þeir menn, sem ekki hafa trú á því, hvernig geta þeir sömu menn lagt það til, að landssjóður taki þessa útgerð að sér ? Eg held einmitt, að það sé hægara fyrir Eimskipafélagið að taka að sér strandferðirnar. Það hefir betri tök á því, því það hefir millilandaskipin. Það getur notað strandferðaferðsskipin til þess að flytja vörur sínar úr millilandaskipunum. Annars held eg, að það sé óþarfa hræðsla hjá Eimskipafélaginu að vera svo ragt að taka að sér strandferðirnar.

(Björn Kristjánsson: Það hefir ekki vald til þess). Nei. En það hefir vald til að setja sig á stofn. Félagið er þegar búið að fá nóg fé til að kaupa eitt skip og því má stofnsetja það strax. Og nefndin fer heldur ekki fram á annað en að heimila því fé, þegar félagið er komið á stofn. Tillaga nefndarinnar er því réttari, þar sem stjórninni er að eins heimilað að veita félaginu þetta fé, ef það kemst á stofn, þegar félagið er orðið til. Það er óviðkunnanlegt að fara að heimila fé hunda félagi, sem ekki er til enn þá.

Eg get ekki skilið það, sem menn hafa verið að fárast hér út af, að landsmenn mundu verða óánægðir með aðgerðir þingsins í þessu máli, og að samgöngumálanefndin vildi ekkert gera til þess að styðja félagið. Eg get ekki skilið það, þegar nefndin einmitt vill láta félagið fá 100 þús. kr. styrk á ári.

Þingm. G.-K. sagði, að menn mundu ekki verða öfundsverðir að koma heim af þinginu eftir að hafa farið svona að gagnvart félaginu. Ekki öfundsverðir! Þetta er ekki á nokkrum rökum bygt. Samgöngumálanefndin var sér þess vel meðvitandi, að hún hafði ábyrgð gagnvart félaginu, og gagnvart landssjóði og stjórninni. Og því hafa tillögur hennar verið á þessa leið, sem eg hefi sagt.