23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1742 í C-deild Alþingistíðinda. (1143)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Björn Kristjánsson:

Í allri þeirri löngu ræðu háttv. þm. Sfjk. (V. G.) hefir það hvergi komið fram, að hann hafi skilið orð félagsins eða lesið bréf þess til samgöngumálanefndarinnar. Háttv. þingm. hefir fullkomlega gengið fram hjá því öllu.

Háttv. þm. sagði, að félagið skyldi fá styrk 1915, ef samningar tækjust við það fyrir 1916 um strandferðirnar. Mundi nokkrum manni með viti detta í hug. að atofna félag upp á slíkt styrkloforð? Nei, það dettur engum lifandi manni í hug. Þjóðinni dettur ekki í hug, að félagið verði stofnað upp á þá skilmála. Það er alveg þýðingarlaust fyrir þingið, að fyrirskipa Eimskipafélaginu það sem því dettur í hug svona alveg vanhugsað. Félagsstjórnin hefir áreiðanlega gerhugsað það mál betur en háttv. þingm. Sfjk. (V. G.).

Háttv. þingmaður gleymir því, að félagsstjórnin hefir enga heimild til að taka að sér strandferðirnar. Það er aðalatriðið. Og því er þingmaðurinn alt af að fara utan um efnið.

Ef nú félagið tæki að sér strandferðirnar og skaðaðist á því, ætlar þá landið að hlaupa undir bagga með því? Það er sennilegt eða hitt þó heldur. Annað mál væri það, ef tillaga kæmi um það, að félagið tæki að sér strandferðirnar og landið skyldi svo ábyrgjast allan halla af því En annara er það ekki þetta, sem er hindrunin fyrir því að mega Samþykkja tillögu samgöngumálanefndarinnar. Félagið er ekkert hrætt um það, að það mundi skaðast á strandferðunum, kæmist það á stofn, ef landstjórnin vildi styðja innlendar samgöngur, en það er vitanlegt að það vill hún ekki, og það væri hagur að það gæti sett sig á stofn sjálft án hjálpar landssjóðs. En það er það, að félagið verður að komast á fót, áður en um nokkrar strandferðir er að ræða.

Háttv. þingm. sagði, að félagið gæti stofnast með einu skipi. Það er rétt. En það er ekki gert ráð fyrir því að það geri það styrklaust. Í hlutaútboðabréfunum var skýlaust gert ráð fyrir að félagið fengi ríflegan styrk úr landssjóði, 30 þús. krónur ef skipið er eitt. Og þar er gert ráð fyrir að skipin eigi að vera tvö. En aðalatriðið er það, að félagið getur ekki orðið stofnsett nema það fái styrk úr landssjóði.

Þingmaðurinn var að tala um hluttöku Vestur-Islendinga í stofnun félagsins. Þó að þessir 2 Vestur-Íslendingar séu svo góðsamir að kaupa hluti í félaginu, þá eru aðrir Íslendingar, og það þeir peningasterkustu, sem ekkert leggja fram nema með því skilyrði, að landssjóður einn tæki fyrirtækið í sína hönd. Áreiðanlegs styrks er því ekki þaðan að vænta.

Það er rétt það sem eg hefi sagt, að þjóðin gæti ekki gert sig ánægða með undirtektir þingsins í þessu máli, ef þær verða þær sem samgöngumálanefndin leggur til. Því að það er að gefa steina fyrir brauð. Og félagið deyr jafnt fyrir það, hvort landssjóður veiti því fé með þessum skilyrðum eða ekki. Og eg veit að félagið deyr ef svona verður farið að. Og ekki er þjóðin svo heimsk,. að hún sjái ekki í gegnum þetta net, sem verið er að breiða fyrir augun á henni með 400 þús. kr. frumvarpinu, sem leikur enn alveg í lausu lofti, og heldur hindrar en styður að félagið geti atofnast. Svona er umhyggjusemi þingsins við félagið! Ferðaáætlanir sínar yrði félagið að vera búið að gera á miðju ári 1914, svo eigi væri tími til að standa í miklu þrefi.

Háttv. þingm. sagði, að mikill meiri hluti þingm. í efri deild væri með þessari tillögu samgöngumálanefndarinnar, Meiri hluta nefndarinnar hefir líklega farið eins og mér. Eg áttaði mig ekki strax á sambandinu milli tillögu háttv. þm. Stjk. og frumv. En undir eins og eg áttaði mig á því, snérist eg strax frá tillögu hans. Og sama hugsa eg að hinir hafi gert. Þeir hljóta allir að skilja það, að félagið getur ekki orðið stofnsett, ef tillaga hans verður samþykt. Þetta hugsa eg að allir skilji nema hann. Og eg er viss um það, að ef efri deildar þingmenn hafa verið hér í dag, þá hafa þeir skilið það líka. Vona eg því að háttv. þingm. Sfjk. átti eg á þessu líka, svo að félagið geti orðið stofnsett.

Háttv. þm. var að tala um að það væri skrítið að menn vildu láta landssjóð taka að sér strandferðirnar, sem héldu þó að landssjóður mundi tapa á því. Nei, því fer fjarri að menn haldi það, heldur þvert á mót. Strandferðirnar geta áreiðanlega borið sig, og það ekki síður þó að félagið taki þær að sér, ef skynsamlega er á stað farið. En hver treystir því, þegar félagið á að eiga alt undir landsstjórn, sem er alveg á móti félaginu. Og nú þegar höfnin kemur, verður það að miklum mun auðveldara að halda þeim uppi en áður. Og dettur nokkrum manni í hug að Thorsfélagið eða Sameinaða félagið hafi skaðast á strandferðunum ár eftir ár ? Nei. En spurnamálið er það, hvort hagurinn hafi verið svo mikill að félögin hafi, kært sig um að hafa útgerðina, að ekki annað borgaði sig betur. Það er ekki af því, að þau hafi skaðast á þeim, að. þau voru altaf að kveina og kveina um meiri, styrk úr landssjóði, heldur af því að þau vildu græða meira. Og þegar þau ekki þykjast græða nóg, fara þau í stjórnina og biðja um breyting á samningum eina og ný reynsla er fyrir, og það hepnast ofur-vel. Menn geta því átt það víst, að sé tap á strandferðunum, þá verður landið að borga brúsann, hvort sem útlend félög reka strandferðirnar eða ekki, og auðvitað miklu meir, ef útlend félög reka þær, því þau una ekki við að vera að eins skaðlaus.

Það er ekki af því að eg haldi, að landssjóður geti ekki eins vel haldið uppi strandferðum án þess að tapa á þeim, að eg er á móti þessari tillögu nefndarinnar. Nei, eg vildi einmitt að strandferðirnar kæmust í hendur landssjóðs og landsmanna.

Hvers vegna taka ekki dönsk og þýzk eða dönsk og sænsk hlutafélög að sér ferðirnar milli Danmerkur og Þýzkalands og Danmerkur og Svíþjóðar, milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar, Korsör og Kiel, Gjædser og Varnemünde og yfir Beltin? Af því þau fá það ekki. Almenningshagsmunir heimta að landið eigi skipin, sem notuð eru í þarfir landsmanna.

Eg endurtek það, að þeir sem ekki vilja greiða atkvæði með þessu máli, eru á móti málinu. Þeir sem greiða atkvæði með till. á þgskj. 508, þeir vilja styðja Eimskipafélag Íslands og innlendar skipagöngur.