23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1750 í C-deild Alþingistíðinda. (1145)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ráðherrann (H. H.):

Eg ætla mér ekki að fara að tína upp breytingartillögurnar, enda er eg ánægður með ummæli hv. framsögumanns.

Eg er þakklátur nefndinni fyrir það,. að hún hefir tekið upp 4 tillögur, sem stjórninni koma við, þar á meðal styrk inn til húsabóta og húsagerðarleiðbeiningar. Eg vona, að það rætist sem hv, framsögum. talaði um, að nefndin haldi fast saman um það, að láta sem minst ganga fram héðan af, sem horfi til aukinna útgjalda og samþykkja sem mest af því, sem að sparnaði lýtur. En þó er eg ekki með þeirri till., að fella burt Ingólfshöfðavitann. Eg hygg, að sú tillaga sé sprottin af ókunnugleika, því að þó hentugt kunni að vera, að hafa vita úti í Meðallandi, þá er Ingólfshöfðavitinn ekki óþarfur þar fyrir heldur eins nauðsynlegur eina og hinn, og kostar auk þess ekki nema 1/4 á við hinn. Háttv. till.manni er víst ekki kunnugt um það, að lagt hefir verið. fast plan eða framkvæmdarskrá fyrir vitabyggingar hér á landi, og það ekki í lausu lofti, heldur hafa vitafróðir menn og foringjar á eftirlitsskipinu, hver eftir annan, lagt allmikið erfiði í það. Undanfarin þing hafa líka séð nauðsynina á þessu, að fylgja fastri reglu í þessu efni, og öllum hefir komið saman um þá reglu, að reisa skuli að minsta kosti einn vita á fjárhagatímabili, enda hafa líka komið endurteknar málaleitanir um þetta frá öðrum löndum, t. d. Englandi og Þýzkalandi, og ganga menn þar að því vísu, að þessari reglu verði fylgt, svo að það væri beint ofan í það sem þing og stjórn hafa lofað, ef út af væri brugðið og enginn viti bygður nú.

Háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) sagði, að þessi viti væri að eins handa Þjóðverjum, en eigi Íslendingum, af því að eingöngu þýzkir botnvörpungar myndu nota fiskimiðin þar um slóðir. En hvers vegna ættu Íslendingar ekki að hafa gagn af honum, ef Þjóðverjar hafa það? Það er þó víst enginn sérstakur þorskur, sem Þjóðverjar veiða hér og aðrir ekki geta notað ? Eg vona, að tillaga þessi verði feld og vitinn bygður.

Sami háttv. þm. ber fram tillögu um, að breyta til með umsjónarmann silfurberganámanna, þannig, að það fé gangi til tiltekna manns, og sagði hann, að það væri að eina orðabreyting. Það er sama konar orðabreyting eins og um viðskiftaráðunautinn forðum. Það er gamla sagan, þegar þingið tekst á hendur að gera það, sem stjórnin á að gera. Eg skifti mér þá ekkert af þessu. Ef þingið vill fara að veita embætti og sýslanir með lögum, þá get eg ekki hamlað því. Að eins verður það þá sjálit að taka ábyrgðina. Stjórnin er þá ábyrgðarlaus af því. Eg áleit mér að eins skylt að vekja athygli á því, að útnefning eftirlitsmanna mundi liggja nær því að vera umboðastarf, heldur en löggjafarmálefni.

Aðallega stóð eg upp til þess, að minnast á það, sem samgöngumálanefndin hefir lagt til málanna um gufuskipaferðirnar. Eg er samdóma háttv. frams.m. (V. G.) um það, að það sé mikilsvert, að strandferðir og millilandaferðir geti komist á einar og sömu hendur, og þess vegna er það rétt hjá nefndinni, að vilja skapa aðhald fyrir Eimskipafélag Íslands til þess að taka að sér strandferðirnar sem allra fyrst. Og það ætti að keppa að því, að það gæti orðið 1915. En ef styrkurinn er veittur til millilandaferða félagsins áður en það tekur að sér strandferðirnar, getur orðið örðugt að koma atrandferðunum í kring á næsta fjárhagatímabili. Háttv. nefnd getur um 3 leiðir, sem komið geti til greina að fara þangað til Eimskipafél. Íslands taki við strandferðunum, sem sé: 1. að landið taki að sér útgerðina, 2. að samið sé um þær Við Bergens-félagið, eða, 3. við Sameinaðafél. danska, ef þeir samningar séu fáanlegir. Eg hygg, hvernig sem á þetta er litið, að það sá mjög óheppilegt; að landið taki þetta að sér til bráðabirgða, til eins árs eða svo. Og samningar við Bergensfélagið verða að miðast við 5 ár, eftir tilboði þess, sem Stórþingið einnig hefir bundið fjárveiting eina við. Um Sameinaðafél. er það að segja, að það gerir það beint að skilyrði, að ekki sé á sama tíma styrkt annað félag, er keppi við það. Það þykist laust allra mála um samninga við oss um strandferðir næstu ár, ef vér styrkjum keppinaut þess. Eftir till., sem eg býst við að gangi fram, um að styrkja Eimskipafél. eftir 1915, þá er hér ekki nema um 1 ár að ræða. Hvað á þá að gera, ef Eimskipafél. verður ekki til taks til þess að taka að sér ferðirnar? Eg skil [ekki?] hvað hv. 1. þm. G.-K. á við, er hann segir, að Eimskipafél, geti ekki gefið svar nema það fái millilandastyrk strax skilmálalaust. Hvers vegna má ekki kalla saman fund á sama hátt og ef komið væri nóg hlutafé, og ráða fram úr því, hvort stofna skuli félagið með þeirri stóru viðbót, sem landið býður, og með þess skilmálum? Nú hafa menn þegar skrifað sig fyrir yfir 300 þús. kr. og 400 þús. kr. standa til boða í viðbót. Og þegar um það er að ræða, hvort stofna eigi félagið, þá hygg eg, að hægra sé að stofna það með 700,000 kr., en með 385 þús. kr., eins og gert er ráð fyrir í aprospektus, þótt byggja eigi 2 smá skip í viðbót við 2 millilandaskip?

Eg er hræddur um að jafnvel 400 þús. kr. væri oflítið til þess að koma í verk bygging tveggja millilandaskipa, og að hinu sé töluvert auðveldara að koma í framkvæmd. Og ef það er rétt, sem sumir háttv. nefndarmenn og háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) halda fram, að ekki þurfi að verða tap á strandferðunum, heldur sé vís gróði svo tugum þúsunda skiftir á þeim, þá skil eg ekki, að stofnfundur væri lengi að hugsa sig um að stofna félagið með 700 þús. kr.

Eg er hræddur um að till. á þgskj. 508 nái ekki tilgangi sínum, vegna athuga., sem þar stendur, um að fjárveitingin skuli falla niður, ef landið kaupir hluti fyrir 400 þús. kr. Eftir þessu er ekki hægt að veita styrkinn, að minsta kosti ekki útborga hann, fyr en útséð er um, að landið kaupi ekki hluti fyrir 400 þús. kr. En þetta er víst þveröfugt við það, sem tillögumenn ætlast til.

Hversu vel sem mönnum er til ins fyrirhugaða Eimskipafélaga Íslands, verður alt af að gá að því, að við þurfum að borga fyrir strandferðirnar, og þá er að líta á fjárhaginn, hver efni eru til — Eg aðhyllist að mestu tillögu meirihluta samgöngumálanefndarinnar, en hefi þó nokkuð að athuga við sum smáatriði. Sérstaklega finst mér vanta tryggingu fyrir því, að flóabátarnir, sem nú eru til, geti gert það gagn sem nefndin ætlast til af þeim. Ef á að veita til þeirra svona stórar upphæðir, þá þarf líka að setja þeim önnur skilyrði, — en hingað til. Breiðafjarðarbáturinn núverandi er í höndum verzlunar einnar; og er sagt, að öðrum kaupmönnum geðjist lítt að flytja vörur sínar með bát keppinauts síns. Ef til Breiðafjarðarbáta á að leggja 8000 kr., þá ætti að gera það að skilyrði, að fenginn yrði annar stærri bátur og undir annari stjórn. Slíkt ið sama er að segja um Ísafjarðarbátinn. Styrkurinn til Djúpferðanna er alt of hár; ef ekki fæst stærra skip. Sá bátur, sem nú er þar, er gamall og getur ekki verið bókfærður fyrir mikið fé, né rekstrarskostnaður verið hár.

Eg vil vil leiða athygli háttv. þingmanna að því, að í 13. gr. er villa, sem stafar frá stj.frv. og láðst hefir að athuga í nefndinni. Hún er sú, að dragferja á Blöndu hjá Löngumýri er talin til þjóðvega, en er á sýsluvegi. Ætti því að vera í sérstökum lið. Þetta hefir dálitla þýðingu, af því að viðhaldið hvílir á landssjóði á öllu því, sem telst til þjóðvega. Eg get þessa hér til þess, að háttv. efri deild geti tekið það til greina.

Þegar hér var komið, var kl. 8 síðd. og gaf þá forseti fundarhlé til kl. 9 síðd.

Kl. 9 Var umræðum fram haldið á ný.