08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í C-deild Alþingistíðinda. (115)

16. mál, stjórn landsbókasafns

Einar Jónsson:

Til þess að spara hæstv. ráðherra ómak, og gefa honum kost á að svara mér og hv. þm. Dal. (B. J.) í einni og sömu ræðu, þá vildi eg strax spyrja hann að því, hvað snertir þessi orð að vera “upptekinn allan daginn„ hvernig þau beri að skilja. Hvað er kallað hér í Rvík að «vinna allan daginn«. Það var sagt hér í hv. deild í gær, að starfstími landritara væri 2 stundir á dag, og það er upplýst um undirkennarana við mentaskólann að þeir kenna 24 stundir á viku eða 4 stundir á dag. Hvað er þá starfstími landsbókavarðarins?