23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1792 í C-deild Alþingistíðinda. (1157)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Eg er ekki sá mælskumaður, að eg geti gert þeim fáu þingmönnum, sem hér eru viðstaddir, neina skemtun með því að fara að halda ræðu. En hins vegar hefi eg ekkert gaman af að tala fyrir þingtíðindin eða skrifarana. Eg fell því frá orðinu, því að það er þýðingarlaust að fara að tala yfir hálftómum þingmannastólunum.

Umræðum lokið.

Atkvæðagr. frestað til næsta fundar.

Dagskrá:

1. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1914 og

1915 (503, n. 556, 487, 488, 489, 492, 494, 495, 502, 506, 508, 516, 517, 518, 520, 523, 524, 525, 526, 527, 528, 529, 5.34, 536, 538, 539, 540, 541, 542, 543, 544, 545, 546, 548, 549, 554, 555, 557, 558, 560, 561, 563); frh. 3. umr.

2. Frv. til laga um umboð þjóðjarða (511, n. 532); ein umr.

3. Frv. til laga um hagstofu Íslands (134, n. 533, 566); 2. umr.

4. Frv. til laga um forðagæslu (514); 1. umr.

Allir á fundi.

Fundargerð síðasta fundar samþ. og staðfest.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið:

I. í deildinni:

Viðaukatillögu við frumv. til laga um hagstofu Íslands. Frá Ólafi Briem (566).

II. frá Ed.

Framhaldsnefndaráliti um frumv. til laga um breyting á lögum nr. 39, 10. Nóv. 1903, um leynilegar kosningar og hlutfallakosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum (562).

Enn fremur skýrði forseti frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

2 bréf frá stjórnarráðinu, þar sem skýrt er frá, að send hafi verið Alþingi 595 skjöl varðandi sölu kirkjujarða 1911 og 1912, og 345 skjöl, er varða sölu þjóðjarða, er seldar hafa verið síðan í þinglok 1911, og segi skjölin á skrifstofunni til sýnis.

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir:

FRUMVARP til fjárlaga fyrir árin 1914 —1915 (stj frv., 503, n. 556, 487, 488, 489, 492, 494, 495, 502, 506, 508, 516, 517, 518, 520, 523, 524, 525, 526, 527, 528, 529, 534, 536, 538, 539, 540, 541, 542, 543, 544, 545, 546, 548, 549, 554, 555, 557, 558, 560, 561, 563); frh. 3. umr.