08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í C-deild Alþingistíðinda. (117)

16. mál, stjórn landsbókasafns

Benedikt Sveinsson:

Eg vildi svara einu atriði í ræðu hæstv. ráðherra. Það var eg, sem leyfði mér að segja í gær hér í deildinni, að starfstími landritarans væri 2 stundir á dag, og hafði þar ekki verri heimildarmann fyrir mér en landritara sjálfan, því að hann hefir auglýst það. (Ráðherrann: Til. viðtals). Eg hugði ekki að hann væri svo dýrmætur, að menn mættu ekki tala við hann á öðrum tíma, ef hann væri við. Hvað snertir vinnu hann að öðru leyti þar, þá býst eg við því, að hann sitji stundum að aukavinnu, er hann fær sérstaka borgun fyrir, t. d. að semja embættismannatal, er hann fær fyrir 40 krónur á örkina og prentað er ár eftir ár með sömu prentvillunum. Til dæmis er hreppstjóri norður í Þistilfirði, er heitir Hjörtur Þorkelsson á Álandi, látinn í embættismannatalinu búa á Ytraskarði, en sá bær er í Rangárvallasýslu !