27.08.1913
Neðri deild: 44. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1820 í C-deild Alþingistíðinda. (1172)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Nefndin, sem skipuð var hér í deildinni til þess að íhuga ýmsar till. um atvinnumál frá hr. Páli Torfasyni, hefir nú athugað allmörg skjöl hans þar að lútandi. En með því að svo áliðið er þingtímans, hefir nefndinni virðst, að annað gæti ekki að svo stöddu komið til athugunar en tillögur hana um saltgerðina. Hún hefir því afráðið að bera fram frumvarp, það sem prentað er á þgskj. 530. Nefndin gat ekki séð, að neitt væri því til fyrirstöðu, að leyfisbeiðanda væri veitt þess háttar einkaleyfi, sem frumvarpið fer fram á. Það getur engum manni orðið til meina, en aftur á móti mundi það geta orðið landinu til talsverðra hagsmuna, ef áætlanir umsækjandana reyndust réttar. Hann leggur sjálfur mest í hættu, og mundi verða fyrir mestum skaðanum, ef verkið kæmist ekki í framkvæmd eða tækist illa á einhvern hátt.

Það leiðir af sjálfu sér, að jafn mikið rekstrarfé og þarf til annars eins fyrirtækis og þetta er, verður ekki hægt að fá hér á landi. Fyrir því vill nefndin leyfa einkaleyfishafanum að framselja einkarétt sinn öðrum manni eða félagi, jafnvel þó að útiendingar eigi í hlut, ef maðurinn eða félagið er heimilsfast hér á landi og upppfyllir að öðru leyti ekilyrði þessara laga.

Þá vildi nefndin ýta undir að þetta fyrirtæki kæmist sem fyrst á fót, með því að heimila stjórninni að segja upp einkaleyfinu með ákveðnum fyrirvara, ef það yrði ekki notað. Sömuleiðis er stjórninni heimilað að segja upp einkaleyfinu, ef fyrirtækið er ekki rekið samkvæmt þeim skilyrðum, sem sett eru í leyfisbréfinu. Auðvitað er gengið út frá því að stjórnin færi þar eftir atvikum, en færi ekki að gera leik að því að hefta fyrirtækið að ástæðulausu.

Í samráði við leyfisbeiðanda hefir nefndin sett það ákvæði, að stjórnin hafi rétt til að skipa eftirlitamenn með stofnun og rekstri fyrirtækisina á kostnað leyfishafa.

Nefndin áleit sjálfsagt, að landssjóður hefði einhvern hagnað af þessu fyrirtæki, og hann ekki lítinn, ef það borgaði sig fyrir leyfishafann. Þess vegna hefir nefndin sett það ákvæði í frumv., að landssjóður fái 5% af hreinum ágóða fyrirtækieins, og ennfremur 1 kr. af hverri smálest af salti, er fyrirtækið framleiðir og tilsvarandi gjald af öðrum efnum eftir verðmæti. Hvorttveggja þetta gjald má landstjórnin hækka alt að helmingi eftir að 10 ár eru liðin frá byrjun fyrirtækisins. Leyfisbeiðandinn hefir, eftir að frumv. var prentað, tjáð nefndinni, að sér þætti síðara gjaldið of hátt, og er nefndin ekki ófús á að kannast við að svo sé, að minsta kosti í byrjuninni, og mun hún siðar koma fram með tillögu um að það verði lækkað eða jafnvel afnumið. Aftur á móti hefir leyfisbeiðandinn tjáð sig fúsan til að greiða hærra hundraðsgjald af væntanlegum ágóða fyrirtækisins.

Þá þótti nefndinni sjálfsagt, að leyfishafinn skyldi ekki vera undanþeginn neinum tollum, farmgjöldum eða sköttum, en hins vegar fanst henni ekki rétt, að lagt yrði útflutningsgjald á vörur, þær er fyrirtækið framleiðir. Enda mundi lítið af þeim vör um verða flutt út, nema ef vera kynni eitthvað lítilsháttar af »joði«. Enn fremur þótti nefndinni sjálfsagt, að landstjórnin hefði heimild til að krefjast kaups á öllum eignum fyrirtækisins er einkaleyfistíminn væri útrunninn.

Eins og eg tók fram áðan, þá gat nefndin ekki séð, að neitt væri því til fyrirstöðu, að þetta einkaleyfi væri veitt. Landið leggur ekkert í hættu, en getur hins vegar átt von á talsverðum hagnaði, ef áætlanir leyfisbeiðandans eru á rökum bygðar, sem eg vona að þær séu. Eg get því ekki annað en mælt ið bezta með frumv.