28.08.1913
Neðri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1831 í C-deild Alþingistíðinda. (1187)

25. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Það er enn þá léttara að komast af með stutta framsögu í þessu heldur en hinu málinu, þó að það sé í nokkuð mörgum greinum. Hér er að eins að ræða um lög, sem skipa fyrir um dóma og réttarfar í sjómálum, og er þetta frumv. nauðsynleg fylgja hins frumvarpsins. Það hefir engin brtill. komið fram og nefndin sá ekki ástæðu til að breyta neinu, svo að eg vona að þetta frumvarp fái sama byr og hitt frumvarpið.