29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1839 í C-deild Alþingistíðinda. (1193)

13. mál, vörutollur

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Efri deild hefir gert dálitlar breytingar á þessu frumv., sem nefndin hér hefir ekki getað fallist á það sérstaklega ein breytingin, sem nefndin hefir ekki getað fallist á að bátar skuli undanskildir aðflutningagjaldi. Er auðséð, í hvaða átt þar er stefnt, þá, að bátasmiðum skulu engin vernd vera með þessum lögum, þegar efnið í bátana á að vera tollskylt, en bátarnir tollfríir. Nefndin hér getur ekki fallist á þetta, heldur skuli þeir bátar einir vera tollfrjálsir, sem siglt er á hér til landsins. Aðra báta vill nefndin ekki hafa undanskilda tollinum, og er það af því að hún vill ekki að þessi lög geti að neinu orðið til þess að leggja haft á skipasmíði hér á landi.

Og úr því nú að nefndin fór að gera þessa einu breytingartillögu, þá fanst henni að hún gæti gert fleiri. Þá er það fyrsta brtill. um strigann. Nefndin gat gat ekki séð neina ástæðu til þess að fella burtu strigann úr flokki náskyldra vara, sem skyldu vera tollaðar. Sömuleiðis vill meiri hluti nefndarinnar nema burtu »vélaolíu til áburðar« og setja í staðinn allan »vélaáburð«. Vill nefndin gera þetta af því að vélabátaútgerðin er nógu dýr, þó ekki sé olían sérstaklega tolluð.

Nefndin gat heldur ekki skilið það, hvera vegna efri deild vildi undanskilja. tollinum rær og gadda, en tollskylda járnbrautarteina og spengur, sem þó alt heyrir til sama flokkinum. Það vita allir, að til járnbrautargerðar þarf eins rær og gadda og apengur. Rær og gaddar heyra undir járnbrautargerð eins og hvað annað, sem að henni lýtur. Rærnar og gaddarnir eru til þessað festa járnbrautarteinana saman og niður á trédrumbana, sem undir liggja. Er því óþarft að undanskilja þetta fremur en hvað annað, sem heyrir undir járnbrautargerð, því ekki getur þetta fallið undir þann flokk tollskyldra vara, sem er kallaður saumur.

Þar sem nefndin leggur til að ein setning skuli tekin upp í 5: lið 1: gr., þá er það gert til þess að það komi skýrt fram, að þeir bátar skuli einir vera tolli undanskildir, sem siglt er hingað til landsins.

Brtill. hv. þm. S.- Þing. (P. J.) skal eg ekki tala um nú, fyr en hann hefir sýnt fram á, hvort nauðsynlegt sé að skeyta þessa viðbót við frumv. Eg skil ekki til hlítar till. hana. Eg hygg að farið sé eftir umbúðunum, hvað á þeim stendur, og sendingar séu aldrei rifnar sundur, nema varan eigi að fara í tollgeymslu. Ella vill nefndin láta standa við það sem háttv. Ed. hefir gert.

Í sjálfu sér er það ekki stór spurning, hvernig haga skuli einstökum atriðum. Nefndin vill að jöfnuður sé hlutfallslega í einstökum atriðum. Eða réttara sagt, minka ójöfnuð, þann sem sprettur af því, hve lögin eru óskynsamlega sett í sambandi við verðmæti vörunnar. Ekki skal eg orðlengja meira um þetta, en nefndin leggur áherzlu á að útlend smið sé eigi undanþegin þeim tolli, sem í raun og veru legst á innlenda smíð. Þykir henni sú breyting efri deildar háekaleg og ranglát gagnvart innlendum iðnaðarmönnum.

Aðrar brtill. nefndarinnar eru smærri, og get eg ekki hugsað mér að háttv. Ed. breyti frumvarpinu þó að þær verði samþyktar.

Nefndin hefir enga áætlun gert um tekjumuninn, sem af þessari færslu varanna milli flokkanna mundi leiða, en líklega stenst það alt nokkuð á endum.