29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í C-deild Alþingistíðinda. (1198)

13. mál, vörutollur

Guðmundur Eggerz:

Þetta frv. hefir að mínu áliti batnað stórum í Ed. Eg tók ekki eftir því fyr en við 3. umr. að ætlast er til, að aðfluttir bátar verði tollskyldir.

Háttv. 2. þm. Rvk. (J. J.) gat þess, að þetta ákvæði væri sett til þess að vernda innlenda bátasmið. En menn verða að athuga, hverjar afleiðingar af svona ákvæði geti orðið. Þar sem lítið er um bátaverksmiðjur hér á landi, verða menn eftir sem áður að kaupa talsvert af bátum frá útlöndum. Æli nefndin hafi gætt að því, að nái þessi till. fram að ganga, þá legst frá 5 upp í 18 kr. gjald á hvern bát. Það munar fátæka menn ekki svo litlu. Svo ber þess og að gæta, að hér eru mikið notaðar þær tegundir báta, sem Íslendingar geta alls ekki smíðað, t. d. báta með færeysku lagi, sem margir flytjast hér til lands. Þetta gjald legat eingöngu á fátækari hluta þjóðarinnar, sjómennina. Og þar sem var tilætlast í upprunalegu lögunum, að þessi vara væri tollskyld, vænti eg þess að háttv. deild fallist á að undanþiggja bátana frá tolli.

Björn Kristjánsson: Eg gleymdi að geta þess áðan, að það gegnir alveg sama máli með segldúk og striga, sem Ed. hefir felt burtu. Strigi til umbúða (Hesian) er aldrei nefndur á farmskrá.

Eg álít alveg óþarft að vera að færa þessa vöru til. Hún er mjög létt og procentugjaldið legst ekki þyngra á hana en hverja aðra ódýra vefnaðarvöru.

Eg vil benda á það, að þegar þessi lög urðu kunn, bárust stjórninni nokkrar umkvartanir um einstaka liði þeirra. Stjórnin tók þær til greina og ber samkvæmt þeim þetta frumv. fram. Þetta, virðist mér menn ættu að láta sér nægja.

Þó eg sé hlyntur sjávarútveginum, þá vil eg ekki vinna svo mikið til að hlynna að honum að eg vilji eyðileggja grundvallaratefnu Vörutollalaganna.

Prósentugjaldið af segldúk er ekki hærra en 2-21/2%. Það er auðvitað gott að hlynna að sjávarútveginum. En þegar ekki er um meira að ræða en 2% af ódýrri Vöru, þá álít eg ekki tilvinnandi þess vegna, að brjóta »principið« í heilum lagabálki.

Háttv. 2. þm. Rvk. (J. J.) sagði, að svo væri með flestar vörur, að hægt væri að nota þær sem skálkaskjól til þess að skjótast undan hærra tolli. Það er einmitt að koma í veg fyrir það, sem eg er að reyna. Hann sagði að vélaolía heyrði undir vélaáburð. Það getur verið mikið rétt. En ef nefndur er áburður, kæmist þar undir líka vagnáburður, sem engin ástæða er til að lækka gjaldið á, o.fl. Annars er mér þetta sérstakt ekkert kappsmál.

Fleira held eg ekki að eg þurfi að taka fram að sinni.