29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í C-deild Alþingistíðinda. (1211)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (M. A.):

Þetta mál tek eg út af dagskrá samkvæmt ósk nefndarinnar. Um leið vil eg geta þess, að mikill fjöldi af breytingartillögum er kominn fram við frumvarpið, og samband þeirra við frumv., og eina og sambandið þeirra á milli innbyrða er þannig lagað, að varla er mögulegt að bera þær þannig upp, að hægt sé að greiða um þær atkvæði. Eg vil því skjóta því til háttv. þingm., hvort ekki væri mögulegt að þeir gætu komið sér saman um, að greiða eitthvað úr flækjunni. Ef það væri mögulegt, þá væri það mjög æskilegt.

FRUMVARP til laga um heimild til að veita einkaréttindi til þess að vinna salt o. fl. úr sjó (530, 611); 2. umr.