30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1896 í C-deild Alþingistíðinda. (1242)

99. mál, sala á landspildu til prestsins á Kolfreyjustað

Jón Ólafsson:

Herra forseti ! Eg ætla að byrja á síðustu orðum háttv. framsögum. minni hl. (S. S.). Hann sagði, að úr því að presturinn sæi sér hag í að kaupa þennan blett, þá hlyti það að skaða síðari ábúendur á jörðinni. Þetta er fjarri öllum sanni. Hluturinn er sá, að á þetta stykki er aldrei beitt sauðum né kúm og ekki heldur hestum. Það kemur að eins fyrir að hestar staðnæmast þar, eftir að þeir hafa verið brúkaðir, á leiðinni út í hagann. golfreyjustaður er ákaflega viðlend jörð, og þar er svo yfirfljótanleg beit, að hún verður aldrei notuð til helftar við það sem má nota hana.

Það er fjarri því, að þetta sé til tjóns fyrir staðinn, þó að einstakur maður geti haft hagnað af að taka þennan blett til ræktunar. Það getur verið hentugt fyrir mann, sem lítið vill hafa um sig og vill leggja stund á sjóróðra. Og það verður hann neyddar til að gera, því að af blettinum einum getur hann ekki lifað. Hér er því, eins og oft á sér stað, einum hagur að því sem öðrum er ekki til skaða. Það er yfir höfuð algeng alþýðuvilla, að alt, sem er ein hverjum til hags, hljóti að vera öðrum til skaða. Öllum heilbrigðum viðskiftum er svo farið, að báðir aðiljar hafa hag af þeim.