30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í C-deild Alþingistíðinda. (1262)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Halldór Steinsson:

Mér finst vera orðnar óþarflega langar umræður um annað eins smámál og þetta. Það er alveg rétt, sem háttv. þm. A.-Sk. (Þ. J.) sagði, að aðalatriðið í þessu frumv. væri að koma í veg fyrir að menn gætu skift um nöfn hvað eftir annað. En það mætti koma í veg fyrir þetta á annan hátt en með langri lagasetningu og löngum umræðum. Alt annað í frv. er í rauninni að eins umbúðir utan um þennan eina kjarna, og mætti ná aðaltilgangi frumv. eins vel með einni eða tveimur greinum. Eg mun því greiða atkvæði með inni rökstuddu dagskrá frá háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.).