08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (128)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Forseti (M.A.):

Eg skal athuga það.

ATKV.GR.:

Í nefndina kosnir:

Halldór Steinsson

Tryggvi Bjarnason

Matthías Ólafsson

Kristinn Daníelsson

Jón Jónsson

Dagskrá:

1. Frv. til laga um íslenzkan sérfána

(35, 42); 1. umr.

2. Frv. til laga um breyting á lögum nr.

52, 10. Nóv. 1905, um stofnun

Fiskiveiðasjóðs Íslands (38); 1. umr.

3. Frv. til laga um breyting á lögum 16.

Nóv. 1907, um skipun læknahéraða o.

fl. (39); 1. umr.

4. Till. til þingsál. um skipun nefndar til að íhuga hag Landsbankans (40); ein umr.

5. Till. til þingsál. um skipun nefndar til að íhuga samgöngumál (41); ein umr.

Allir á fundi, nema Einar Jónsson 1. þm. Rangv., er hafði tilkynt forföll. Fundarbók lesin upp, samþykt og staðfest.

Forseti tilkynti, að stjórnarskrárnefnd hefði kosið sér formann L. H. Bjarnason, 1. þm. Rvk, og skrifara Jón Magnússon, þm. Vestm., og nefnd sú sem kosin var til að íhuga frv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiski. Veiðum í landhelgi, hefði kosið sér formann Kristinn Daníelsson, 2. þm. G.-K., og skrifara Matthías Ólafsson, þm. V.Ísf.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deildinni:

1. Frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 18, 9. Júlí 1909 um styrktarsjóð handa barnakennurum. Flutnm.: Lárus H. Bjarnason og Jón Jónsson (48).

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá efri deild:

1. Nefndaráliti um frumv. til laga um ábyrgðarfélög (49).

Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

1. 7 þingmálafundargerðir úr Gullbr. og Kjósarsýslu.

2. 26 erindi, er 2. skrifstofu stjórnarráðsins hafa borist viðvíkjandi fjárveitingum, er sum hafa ekki verið tekin til greina í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, eða komið eftir að það var samið (með skrá).

3. Þingmálafundargerð úr NorðurMúlasýslu.

4. Erindi um að þjóðjörðin Brekka í Fljótsdal verði lögð til sjúkrahússins þar. Frá stjórnarnefnd sjúkrahússins.

5. 2 þingmálafundagerðir úr HúnaVatnssýslu.

6. Beiðni frá Steinunni Friðriksdóttur um að fá ábýlisjörð sína Reyki í Hrútafirði keypta (með 5 fylgiskj.).

7. 3 þingmálafundargerðir úr SuðurMúlasýslu.

8. Erindi frá Guðmundi Bárðarsyni bónda á Kjörseyri og Kristmundi Jónssyni bónda á Kolbeinsá um eyðing lunda.

9. Erindi frá sömu mönnum og fleirum um eyðing svartbaka.

10. Erindi frá 30 mönnnum í Bæjarhreppi um stofnun læknishéraðs í suðurhluta Strandasýslu.

11. Erindi frá Guðrúnu J. Jóhannesdóttur um 600 kr. eftirlaunaviðbót á ári (með 2 fylgiskj ).

12. Bréf frá stjórnarráðinu ásamt erindi frá Háskóla Íslands um ónóga kenslukrafta læknadeildarinnar.

13. Bréf frá stjórnarráðinu ásamt erindi Kvenréttindafélags Íslands, um sending fulltrúa á alþjóðafund í Budapest og tveim öðrum skjölum um sama mál.

14. Stjórnarráðsbréf ásamt bréfi sýslumannsins í Rangárvallasýslu um breyting á takmörkum Rangárhéraðs (með 2 fylgiskj.).

15. Erindi frá Tryggva Gunnarssyni um vegg í kringum alþingishúsgarðinn.

FRUMVARP til laga um íslenzkan sérfána (35, 42); 1. umr.