01.09.1913
Neðri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í C-deild Alþingistíðinda. (1283)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Kristinn Daníelsson:

Það verður að bera í bakkafullan lækinn, að eg taki til máls, og það því fremur, þegar eg er ánægður með margt af því, sem háttv. framsögum. meiri hlutans hefir tekið fram, og er eg honum sérstaklega þakklátur fyrir, hvað liðlega hann vill taka í þetta mál. En það hefir vakað fyrir mér sú spuruing, hvort við séum að vinna að þessu máli með nokkurri alvöru, hvort við ætlum at til að það gangi fram eða ekki. Mér heyrist sumir háttv. þm., sem hafa tekið til máls, hafa þann formála, að málið sé ekki nægilega undirbúið. Það getur nú verið að þetta mál verði sízt of vel undirbúið, en eg hygg þó, að það sé búið að fá töluverðan undirbúning. Það hefir vakað fyrir síðustu þremur þingunum, og flokkarnir eru orðnir sammála fyrir löngu um umbæturnar. Alt þetta bendir á, að málið sé nú svo undirbúið, að einhvern enda mætti á það binda.

Það hefir verið sagt, að réttast væri að vísa því til stjórnarinnar til frekari undirbúnings. En þjóðin hefir nú frá þremur stjórnum undanfarið getað með rétti átt von á að þessu máli yrði hrundið áleiðis, og eg vænti að eftirfarandi stjórn geri það ekki fremur en undanfarnar stjórnir. Sumir eru á þeirri skoðun, að rétt sé að láta málið bíða! þangað til endir sé fenginn á sambandsmálinu. Þessu er eg ekki samdóma. Eg hygg að sambandamálið eigi talsvert í land og að við getum ekki beðið eftir því með umbætur á stjórnarakránni. Enda býst eg við að umbætur á stjórnarakránni geti orðið til þess að þoka nær viðunanlegum enda á sambands málinu. Eg hygg að það sé rétt að nota þetta meðal til að þoka okkur nær rétti okkar, úr því að við þurfum að dragast með þannig lagað samband við Dani. Háttv. þm. Sfjk. (V.G.) sagði, að það þyrfti að ganga Vandlega frá stjórnarskrárbreytingunni, svo ekki þyrfti að breyta henni aftur. Eg hygg að það sé rétt og sjálfsagt að þetta þing skuldi þjóðinni það, að það hrindi nú málinu áfram, ekki með neinni hálfvelgju, heldur svo að það nái fram að ganga. Það virðist vera fremur góð samvinna milli meiri og minni hlutans, þeir hafa verið fúsir til að hliðra til hvor fyrir öðrum um ýmis atriði. Nefndin hefir unnið að málinu með alvöru, og eg vildi óska að háttv. deild gerði sitt til að það gengi fram.

Þá skal eg leyfa mér að benda á nokkur einstök atriði, og skal ekki vera langorður. Eg ætla að fara eftir þingskjalatölunni, og kem þá fyrst að þgskj. 577, seinni tillögunni þar, viðvíkjandi gjaldfrelsi utanþjóðkirkjumanna. Eg verð að draga það í efa samkvæmt 30. gr. þingakapanna, hvort það sé leyfilegt að ganga til atkvæða um það aftur, þar sem búið var að fella samakonar atriði við 2. umr. En hvað sem um það verður, þá held eg að utanþjóðkirkjumenn eigi enga kröfu til að vera lausir við gjald til einhverrar stofnunar, sem álitin er þörf í landinu. Það er t.d. margur maðurinn nú, sem geldur ellistyrktarajóðsgjald og getur ekki búist við að njóta neina góðs af. (Sigurður Sigurðsson: Það er alt annað mál). Nei, það er sama, meðan kirkjan er þjóðkirkja. Þetta er ekki annað en grímuklæddur skilnaður, og væri langtum betra að halda hreinlega fram skilnaði. En meðan ríkið álítur kirkjuna þarflega stofnun til þess að viðhalda trú og siðgæði í landinu, þá er rétt að allir gjaldi til hennar. Tillögumenn geta hrópað hátt um þetta, en þeir geta ekki fært rök fyrir því, að það sé sanngjarnt, að sumir borgarar þjóðfélagsina séu undanþegnir því gjaldi, en aðrir ekki.

Þá kem eg að þgskj. 578, tillögum háttv. þm. Sfjk. (V. G.) og skal eg ekki fara langt út í þær, því að það hafa aðrir gert. Þó verð eg að minnast á það, er hann vill láta konung geta rofið þingið eða aðra hvora málstofu þess, Þetta þykir mér harla varhugavert ákvæði, að hægt sé hvenær sem er að rjúfa þá deildina, sem í þann eða þann svipinn yrði stjórninni þung í skauti. Þá er og annað atriði í breyt.till. hans, sem mér þykir varhugavert. Það er tillagan um að efri deild verði kosin í fjórðungum hlutbundnum kosningum af sýslunefndum. Því stingur hann þá ekki alveg eina upp á tvöföldum kosningum þar sem allir kjörmennirnir væru kosnir til? Annaðhvort yrðu sýslunefndirnar pólitískar, eða þessi kosning, sem á að vera pólitísk, verður gerð að hreppapólitík. Það er eitt atriði í tillögum hv. þm. Sfjk., sem eg er ekki ósamdóma honum um, og væri tilleiðanlegur til að greiða atkvæði með, enda þótt tillögur hans muni annars fæstar standa og falla hver með annari. Það er tillagan um, að úrskurður um réttmæti kosninga til Alþingis verði tekinn af Alþingi og falinn landsdómi. Eg skil ekki að með því sá nokkur réttur tekinn af þinginu eða að í þessu liggi vantraust til þingsins. Það á ekki að vera Alþingi, sem dæmir um þetta, það á ekki að kjósa sig sjálft, heldur er það þjóðin eða kjósendur, sem eiga að senda menn á þing. Háttv, framsögum. meiri hlutans hélt því fram, að af þessu gæti engin hætta stafað, en mér þykir skamt á að minnast að það hafi sýnt sig, að það er ekki gott fyrir minnihlutamann að eiga rétt einu að sækja undir meiri hluta Alþingis. Eg skal ekki fara að rifja þetta upp, þar sem eg átti þar sjálfur hlut að máli og er í engum vafa, að mér var óréttur gjör; það var lítill skaði um mig, en hitt féll mér illa, að Alþingi reyndist ekki réttlátt.

Þá skal eg víkja að tillögum meiri hluta nefndarinnar á þgskj. 604. sérstaklega að fyrstu tillögunni um að fjölga þingmönnum um tvo. Eg get tekið undir það með háttv. framsögum. að það munar ekki mikið um þessa viðbót, en eg býst við að hún mæti andróðri í þinginu og muni ekki vera eftir skapi manna úti um land, enda treysti eg því, að háttv. meiri hluti, sem hefir farið svo liðlega í þetta mál, sé þetta ekki svo fast í hendi. Eg verð því að leggja á móti fyrsta liðnum á þgskj. 604, og með honum ætti annar liðurinn að falla.

Aftur á móti finst mér þriðji liðurinn vera góður, þó að því tilskildu, að breytingartillaga minni hlutans á þingskjali 620 gangi fram. Að öðru leyti eru tillögur meiri hlutans að mestu leiðréttingar, sem eg get fallist á. Aftur á móti virðist brtill. minni hlutana við 8. gr. eiga að koma í staðinn fyrir tillögu meiri hlutana. Um aldurstakmarkið meðan alt er að færast í lag, skal eg ekki gera að kappsmáli, en mun þó greiða atkvæði með tillögum minni hlutans.

Þá skal eg stuttlega minnast á tillöguna á þskj. 644, þar sem því er farið fram, að þeir 4 þingmenn, kosnir óhlutbundnum kosningum, sem lengst haf átt sæti á Alþingi, skuli vera sjálfkjörnir til efri deildar. Eg get vel virt þessa tilraun til að koma skipulagi á, en eg álít þó tillöguna varhugaverða. Eg hygg, að það geti vel verið, að þeir menn, sem lengi hafa setið í neðri deild, kynnu því illa, að láta setja sig upp í efri deild. Annars held eg að það sé búið að ræða nóg um þessa tillögu.

Skal eg svo ekki fjölyrða meira um þetta mál, en leyfi mér að leggja til að tillögur minni hlutans verði samþyktar.

Eitt atriði hefi eg ekki minst á; það er viðvíkjandi þingrofi, hvort það skuli ná bæði til þeirra sem kosnir eru óhlutbundnum kosningum og hinna, sem kosinr eru hlutbundnum kosningana. Eg gæti fyrir mitt leyti betur felt mig við, að það gilti líku fyrir þá, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum, en get þó líka fallist á hitt til samkomulags og geri það ekki að kappsmáli.

þegar hér var komið umræðum, var komið að nóni, og var þá fundi frestað til kl. 5 síðd.

Kl. 5 síðd. var fundur settur á ný og umræðum haldið áfram.