02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2006 í C-deild Alþingistíðinda. (1302)

90. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Ráðherrunn (H.H.):

Eg vil láta þess getið, að komið er þegar fram tilboð frá ingeniör Monberg um bygging Vestmanneyja-hafnarinnar. Hann býðst til að gera höfnina fyrir 295 þús. kr., og er það töluvert hærri upphæð en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Auk þess tilskilur Monberg það, að alt efni til hafnargerðarinnar sé undanþegin vörutolli. Enn fremur áskilur hann, að ábyrgst sé, að alt af séu til taka til vinnu Við höfnina að minsta kosti 50 manns fyrir venjulegt kaup, 40 aura um klukkustundina.

Þessa læt eg getið til athugunar um leið og eg afhendi háttv. nefnd skjölin.