02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2009 í C-deild Alþingistíðinda. (1306)

26. mál, sparisjóðir

Framsögugm. (Magnús Kristjánsson):

Frumvarp þetta hefir verið rækilega athugað í Ed. eins og sjá má á þgskj. 205. Nefndin þar kom fram með allmargar breyt.till., sem þó að mestu leyti voru orðabreytinar. Niðurstaðan þar varð sú, að frumvarpið var samþykt að mestu leyti í sínu upprunalega formi Sú breyt.till nefndarinnar, að eftirlitsmenn sparisjóða væru fleiri en einn, náði ekki fram að ganga.

Nefndin hér gerði sér engu síður far um að íhuga málið rækilega, svo að það yrði sem bezt úr garði gert. Samvinnan var in ákjósanlegasta lengi framan af, eftir því sem nú gerist á þingi. Aðal breyt.till. eru á þgskj. 613 og skal eg geta þess, að nefndin öll er að mestu leyti sammála um þær. Það var ekki fyr en á seinustu atundu, að þeir háttv. 1. þm. Skagf. (Ól. Br.) og 2. þm. G.-K. (Kr. D.) afréðu að koma með sérstakt nefndarálit og breyt.till. á þgskj. 610. Þetta ágreiningsákvæði nær þó ekki til annars en eins atriðis. Minni hlutinn álítur réttara að hafa eftirlitsmenn fleiri, en meiri hlutinn vill halda sér við frv. stjórnarinnar og hafa hann að eins einn, fyrir land alt.

Breyt.till. á þgskj. 613 eru margar talsins, eru flestar orðabreytingar, sem miða að því að færa orðalagið til betra máls. Um þær varð enginn ágreiningur og skal eg ekki fjölyrða um þær.

Efnisbreytingarnar eru ekki margar. Sú fyrsta er Il. liður á þgskj. 613 við 7. gr. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því. að starfsmenn sparisjóðanna megi ekki taka. lán í sparisjóðunum, nema gegn fasteignarveði eða handveði, og ekki ganga í ábyrgð fyrir aðra lántakendur þar. Meiri hlutinn áleit réttara að veita þessum mönnum alls ekki leyfi til lántöku. Nefndin getur ekki séð, að þetta geti orðið til þess að fæla nýta menn frá því að takast á hendur störf fyrir sparisjóðina. Hafi þeir góð fasteignarveð, verður þeim ekki skotaskuld úr að fá lán annarstaðar. En þetta ákvæði ætti að verða til þess að auka álit og traust sjóðanna og heldur meiri hlutinn því fast við það.

2. aðalbreytingin er 17. liður. Hún er við 9. gr.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að fastir starfsmenn sjóðanna séu 3 minst, en 5 þegar fé sjóðsins eykst svo að það fari fram úr 50 þúsund krónum. Nefndin lítur svo á, að ekki sé rétt að gera það að föstu skilyrði að starfsmenn séu fleiri en þrír. Hún álítur að nægilegt sé að hafa, sem venja er til, formann, bókara og féhirði. Eins og til hagar í sveitum eru vandkvæði á að hafa fleiri menn — það getur valdið erfiðleikum fyrir þá að ná saman og hún telur nægilegt að hafa þá 3, jafnvel þótt innstæðuféð nái 50 þús. kr.

Þá er í 12. og 19. gr. gert ráð fyrir, að stjórnarráðið geti sett reglur um starf rækslu, bókfærslu o.s.frv. við sparisjóðina. Nefndin álítur þetta svo þýðingarmikið atriði, að ekki nægi að veita stjórninni að eins heimild til þessa, heldur sé henni gert það að skyldu.

Þá er 42. liður, sem er breyt.till. Við 17. gr. Svo er ákveðið í frumvarpinu, að jafnan Skuli vera til handbært fé í Varasjóði, er nemi 10% af innlögunum. Þetta álítur nefndin ekki vel til fallið. Það er of mikið heimtað, einkum þegar þess er gætt, að í 13. gr. er heimtað, að jafnan sé til handbært veltufé 5%, þegar innstæðuupphæðin nemar 50 þús. kr. eða meira.

Það er því nær ómögulegt að hafa 10% í varasjóði, að minsta kosti ekki fyrstu árin. Menn verða að gæta að því, að þessir sjóðir eru vanalega stofnaðir með ábyrgð einstakra manna og hafa engan varasjóð, sist 10%. Líka getur það komið fyrir, að sjóðirnir verði fyrir tapi og víð það rýrnar varasjóður. Það fé, sem kann að græðast fyrstu árin, fer líka að miklu leyti í áhaldakaup, peningaskáp, bækur o.fl. Nefndin hefir samt getað gengið inn á að ákveða þessa upphæð 5% og ætti það að vera nóg, þegar önnur 5%, sem eg gat um áður, bætast við.

Það má vera, að í fljótu bragði athugað líti svo út sem þrengt sá að sparisjóðunum, með því að eftirlitið er gert

talsvert strangara. En að vel athuguðu máli er það auðsætt, að frumvarpið stefnir til mikilla bóta. Líka gerir það ráð fyrir að veita sparisjóðunum þau hlunnindi, sem ættu að vega upp á móti erfiðleikunum og meira til. Innstæðuféð er undanþegið löghaldi, meðan það er í sjóðnum, sparisjóðirnir eru undanþegnir tekjuskatti og aukaútsvari og landasjóður á að greiða laun eftirlitsmanns.

Eg vil ekki fara mikið út í það að sinni, hvort heppilegra sé að hafa eftirlitsmann einn eða fleiri. Eg vil fyrst fá að heyra þær ástæður, sem hv. minni hluti færir fyrir sínu máli og gefst mér þá koatur á að svara því.

Eg vænti þess að deildin finni ástæðu til að greiða atkvæði með tillögum meiri hlutans.