09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (131)

21. mál, íslenskur sérfáni

Ráðherrann (H. H.):

Eg ætla mér alls ekki að hefja neinar kappræður um þetta mál. Eg vil lýsa yfir því, að eg er enn þá sömu skoðunar og eg var 1911, að eg álít það liggja fyrir utan valdsvið ins íslenzka löggjafarvalds að fara að semja lög um sérstakan íslenzkan siglingafána. Það getur alls ekki komið til neinna mála, svo að eg verð að skoða þær brtill , sem fram eru komnar við þetta frumv., fremur sem samdar í því skyni að láta í ljósi óskir þeirra hv. þingm., en meiningin sé, að þær eigi að ganga gegnum þingið.

Að því er aðalfrumvarpið snertir, þá skal eg taka það fram, að það er álitamál, hvort það liggur fyrir innan það verksvið, sem íslenzku löggjafarvaldi er afmarkað í stjórnarskránni 1874 og í stöðulögunum frá 1871, sem stjórnarskráin byggir á, að ákveða okkur sérstakt flagg, þótt sérflagg nefnist, og þá er ekki hitt síður vafasamt, hvort oss er nokkur slægur í því að eignast slíkt flagg.

Eg er samdóma hv. þm. Dal. (B. J.) í því, að lítið muni áunnið í sjálfstæðisáttina með því að samþykkja slíkt frv. Eg vil leiða athygli hv. þm. að því, að það þýðir ekkert að vera að vitna til frumvarpa millilandanefndarinnar til sönnunar því að staðalflagg sé sérmál. Eg heyri að sumir Vilja álykta svo, að með því að í millilandafrumvarpinu stendur, að kaupfáninn út á við skuli vera sameiginlegt mál, þá hljóti fáninn inn á við, staðarflagg, að vera sérmál nú.

En það er alveg óheimilt að draga þessa ályktun, vegna þess að frv. 1908 lítur burt frá atöðulögunum, eins og þau væru ekki til, og því “faktiska„ ástandi, sem nú er. Frumv. miðar að því, að sjálfstæð lönd séu að semja um samband sín á milli. Ef það frv. hefði verið samþykt, þá hefði enginn vafi getað leikið á því, að vér hefðum fulla heimild til þess að samþykkja heimaflagg, en úr því svo varð ekki, þá verðum vér nú að hlíta ákvæðum stöðulaganna í þessu efni, og sætta oss við það, að það verði undir Skilningi á ákvæðum þeirra komið, hvort þetta verði talið liggja undir verksvið, það er þau afmarka alþingi með stjórnarskránni, sem á þeim er bygð.

Af því að háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) mintist með nokkrum prestlegum orðum á atvikin, sem urðu hér í Reykjavík 12. Júní, finn eg ástæðu til þess að taka það hér fram, að þau mótmæli, sem þá voru hafin af málsmetandi mönnum, má alis ekki skoða sem neina óvild gegn inum löghelgaða ríkisfána. Þvert á móti má fullyrða, að skynbærum mönnum var mjög illa við að farið væri út í öfgar, sem kæmu fram sem óvirðing á fánu. Danaveldis, sem allir þegnar þessa lands eiga rétt og heimtingu á að fá að nota í friði.

Eg vil og leiða athygli þeirra manna, sem vilja ræða þetta frv. til framgangs hér í deildinni, að því, að það er réttast fyrir þá að halda atburðunum 12. Júní alveg fyrir utan umræðurnar. Hafi yfirmanni Fálkans yfirsést, þá er það sök við hann, en snertir ekki afstöðu vora gagnvart ríkisfánanum.

Þar sem háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) Vildi blanda lotterímálinu hér inn í, þá kemur það enn síður þessu máli við.

Eins og eg hefi áður lýst yfir, mun eg skýra frá afdrifum þessa máls í sameinuðu þingi við tækifæri, því að það varðar alla þingmenn jafnt. Og eg er sannfærður um, að meiri hluti háttv. þm. muni þá sjá, að tal háttv. 1. þm. Rvk. um heigulshátt og fleiri vingjarnleg og þingleg orðatiltæki hans út af því máli, eru allsendis rakalaus.