02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2024 í C-deild Alþingistíðinda. (1313)

26. mál, sparisjóðir

Björn Kristjánsson:

Eg hafði ekki ætlað mér að taka til máls um þetta mál, og tala eg því algerlega óundirbúinn, en eg gat þó ekki látið málið fara alveg þegjandi fram hjá mér.

Fyrsta ætlunarverk sparisjóðanna er það, að safna fé, en mér mér finst að frumv. nái ekki þessum tilgangi að öllu leyti að styðja að því. Það vantar í frumvarpið þann lið, sem geri hverjum sparisjóð það að skyldu, að hafa aurasjóð handa börnum. Í Landsbankanum og við útbú hans eru slíkir aurasjóðir fyrir börn og hefir það sýnt sig, að árangurinn af því hefir verið góður; börnin hafa lært að apara og þá líka að eignast eitthvað. Þetta vantar inn í frv., en það yrði töluvert verk, ef það ætti að bæta því inn í og eg efaat um að það væri hægt að lúka því svo að það yrði tilbúið til 3. umr.

Hæstv. ráðherra sagði, að það væri ekki markmið sparisjóðanna að reka verzlun. En það verða þeir einmitt að gera, eins og hér hagar til, þeir verða að vera eina og bankar í þessu strjálbygða landi. En því að eina geta þeir borið sig, að þeir hafi traust hjá bönkunum, því það er ekki að eina það, að þeir láni allan sinn sjóð, heldur verða þeir líka að fá lán hjá bönkunum. En til þess að þeir geti fengið það, þurfa þeir að hafa traust bankanna. En til þess að það sé tryggilegt fyrir bankana að lána sparisjóðunum, þá þarf að vera eftirlit með þeim, og er þá eðlilegast að eftirlitið sé sú stofnun, sem sparisjóðirnir skifta við í Þýzkalandi er það t.d. altítt að smærri sjóðir afli sér trausts á þann hátt, og er það þá oft að stærri bankar ekki að eins veita þeim sparisjóðum, sem vel er stjórnað, lán eftir beiðni, heldur bjóða þeim lán, þegar stjórn sjóðanna er góð, en. aðrir sjóðir, sem hafa vonda stjórn, fá ekki neitt lán. Og ef svona lagað eftirlit fer fram, þá er komin sú fylsta trygging fyrir að sparisjóðunum sé vel stjórnað. Sparisjóðirnir yrðu þannig nokkurs konar útbú frá bankanum, sem er hentugt í svo strjálbygðu landi. Sparisjóðirnir hafa meiri þekkingu til efnahags lántakenda í kringum sig, og ættu því að geta veitt smálánin, sem bankarnir veita nú.

Þess vegna er það alveg nauðsynlegt að sparisjóðirnir standi undir eftirliti banka, sem geta líka bezt leiðbeint, svo að féð verði að sem beztum notum og breiðist sem víðast út um landið. Og þá verður. hin leiðin sú, að bankinn hafi endurskoðunina og eftirlitið á hendi og er þá sjálfsagt að landssjóður borgi það, en ekki sparisjóðirnir. Þetta frumv. er því ekki bygt á heppilegum grundvelli, en þó vil eg ekki drepa það að svo stöddu, heldur láta mér lynda, breyt. till. minni hlutans í bráð. Þó get eg ekki heldur orðið honum samdóma um eftirlitsmann sinn. Til endurskoðunar og eftirlits verður að taka einn af beztu mönnum bankans, einhvern sem hefir vit á því.

Eg vil ekki fara að halda neitt langa ræðu, skýt þessu — að eins fram, undirbúningslaust, að þetta er eina leiðin fyrir tryggingu sparisjóðanna.

Þessi 5% eða 10% trygging er alveg þýðingarlaus, sparisjóður getur langsamlega verið á höfðinu, þótt sú upphæð liggi í sjóði — eða í bankanum. Einasta tryggingin er glögg endurskoðun og gott eftirlit. Ef það er ekki séð fyrir því, þá er frumvarpið allsendis gagnslaust.