02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2036 í C-deild Alþingistíðinda. (1320)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Framsögum. meiri hl. (Pétur Jónsson):

Eg vona, að háttv. deildarmenn hafi lesið álit nefndarinnar í efri deild um þetta mál, því að það er mjög fróðlegt og get eg skírskotað til þess, að því leyti sem meiri hl. nefndarinnar í neðri deild er þeirri nefnd sammála. Meiri hlutinn hefir, eins og nefndarálit hans ber með sér, fallist á þau atriði í þessu frumv., sem voru í stjórnarfrv. upphaflega.

Eins og mönnum er kunnugt, er ekki langt síðan að lögin um ritsíma- og talsíma-kerfi Íslands voru samþykt, og þar með fyrirhugað það stórvirki að leggja mikið af símum á stuttum tíma — miklu meira en kostur var á með því fé sem hægt er að veita árlega á fjárlögunum. Skilyrði fyrir því, að þetta kæmist í framkvæmd var bundið við það, að hægt væri að fá hagkvæm lán til símalagninga. Nú er þetta mál svo undirbúið af stjórnarinnar hálfu, að lán með góðum kjörum er fáanlegt, og þegar hefir verið gerður talsverður undirbúningur til þess að símalagningin geti byrjað. Það er því í rauninni brýn nauðsyn á að koma fram breytingum á lögunum, sem eru nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að þessir góðu lánskostir verði hagnýttir. Þetta var rætt við 1. umr. málsins og komu þá fram andmæli gegn því, en meiri hluti nefndarinnar getur alls ekki fallist á, að þau mótmæli hafi ekki verið á nægum rökum bygð. Hann getur ekki fallist á, að það sé nein vanvirða að þiggja lán með þessum kjörum. Þessi trygging, sem stóra norræna ritsímafélagið fer fram á, er alls ekki nein veðsetning á tekjunum af símanum, heldur að eins ráðstöfun, sem kemur vel heim við tilgang þessara laga, að sýna að símarnir geta vel staðið straum af sjálfum sér. Það hefir verið sýnt fram á það með skýrum rökum í nefndaráliti efri deildar, að þó vextir og afborgun af þessu 30 ára láni séu dregnir frá símatekjunum, verður samt töluvert mikill afgangur til lagningar 3. flokks símum.

Ætla eg því að vona fyrir hönd meiri hlutans, að tillögur hana í þessu efni verði samþyktar, og að sá hluti frumv., sem um þetta ræðir, gangi fram. Það yrðu ákaflega mikil vonbrigði fyrir þau bygðarlög, sem hlut eiga að máli, ef þau yrðu svipt voninni um simalagningu til sin. Þessi héruð í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu, Suður-Múlasýsla sunnanverð, Norður-Múlasýsla norðantil og Norður-Þingeyjarsýsla og auk þeirra ýms fleiri bygðarlög. Auk þess, ef veruleg hindrun af þessum ástæðum kæmi fram, mundi lagning 3. flokka síma einnig verða að bíða lengi og um ófyrirsjáanlegan tíma.

Menn segja, að það sé alls ekki loku Skotið fyrir að við getum fengið lán annarstaðar, þó þetta bregðist, og að betra væri að fá það annarstaðar þó með lakari kjörum væri, því sæmd landsins sé í veði. En eg fyrir mitt leyti er í mjög miklum vafa um, að það sé svo auðhlaupið að því að fá lán. Það er auk þess í fleiri horn að líta, t.d. eimskipaútgerðin. Býst eg við, að menn vilji ekki síður koma henni til leiðar nú eftir þessa síðustu atburði. Og er því óviturlegt, að varpa þessu tilboði frá sér.

Um þetta atriði eru nefndin í efri deild og meiri hluti nefndarinnar í neðri deild sammála. En svo er eigi um hin önnur atriði frumv.

Í fyrstu grein er farið fram á, að breyta nýju lögunum um ritsíma og talsíma, og færa tvær símalínur úr öðrum flokki upp í fyrsta flokk. Eftir tillögum nefndarinnar var að eins tekin önnur símalínan, Siglufjarðarsíminn; en þegar þessi tillaga var til umr. í deildinni, kom fram breytingartillaga um hina línuna, Patreksfjarðarsímann. Urðu svo báðar tillögurnar samþyktar þar. En ef þetta gengur fram, verður afleiðingin sú, að bæði eg og aðrir koma með viðaukatillögur, því ef þessar ganga fram, er mjórra muna vant um ástæður til að flytja ýmsar fleiri upp í 1. flokk. Yrði þá þýðingarlaus aðgreiningin á 1. og 2. flokks símum og þar með ruglaðist alt símakerfið. Þar að auki mundi þetta kosta landssjóð mikið fé og yrði þannig ný hindrun fyrir lagningu þeirra síma, sem eftir eru, því vitanlega eru takmörk á því, sem landssjóður getur, í þessu efni sem öðrum.

Nefndin er öll sammála um, að þó að sanngirni mælti með því að breyta þessum lögum að einhverju leyti, þá sé samt enginn tími til þess nú, þegar orðið er svo áiiðið þings. Ef farið væri að hrófla við þessu, yrði að taka öll símalögin til gagngerðrar endurskoðunar og breyta þeim.

Um 4. gr, er sama að segja. Nefndin er þar ósammála efri deild. Greinin er um, að taka nokkuð af kostnaði, þeim sem ýmsar stöðvar hafa af resktri sínum, og leggja á landssjóðinn. Sumstaðar yrði jafnvel tillag landssjóðs til stöðvanna meira, en koatnaður stöðvanna er er nú. Meðan nefndin sat að störfum hafði hún undir höndum greinilega skýrslu frá landsímastjóranum um þetta efni. Höfum við eigi séð ástæðu til að láta prenta hana aftan við nefndarálitið, en hún skal verða lögð fram á lestrarsalinn til sýnis. — Annas er skýrt frá þessu í nefndarálitinu og álít eg ekki þörf á, að fara frekara út í það. Skal eg að eins taka upp það, sem stendur í nefndarálitinu, að samkvæmt skýrslu landsímastjórans mundi kostnaðarauki, sem af þessu flyti fyrir landssjóð nú þegar, nema 4550 kr., en hann fer auðvitað hækkandi við nýjar símalínur.

Eg ætla eigi að fara að yrðast við háttv. minni hluta út af breytingartillögum hans. Þykist eg hafa fært nægar sannanir fyrir, að við eigum að taka þetta lán. Minni hlutinn lítur öðruvís á. þetta, honum þykir ekki svo mikið í húfi þó þetta dragist, enn vili láta stjórnina undirbúa breytingar á þessum lögum undir næsta þing. Meiri hlutinn álítur lögin góð, og eigi vert að setja misklið meiri og minni hlutans í veg fyrir að frumv. stjórnarinnar gangi fram.

Skal eg geta þess, að breytingartillögur meiri hlutans hafa mishepnast að því leyti, að ætlast er til þess að 1. gr. falli burt, en 2. og 3. gr. standi; en 2. gr. getur ekki staðist nema með því móti að eitthvað úr 1. gr. sé tekið inn í hana. En þetta verður lagfært á skrifunni, svo að þess vegna er óhætt að greiða atkvæði með tillögum. meiri hl.

Nefndin: hefir fengið í hendur bráðabirðasamning stjórnarinnar við Stóra norræna um lántöku. Lánskjörin eru betri ef komið verður hér upp loftskeytastöð, sem nái til Færeyja og Noregs. Slíka stöð hefir nú þingið áður viljað fá, en rak sig þar á hindranir frá Dana hálfu. Það er nú gott að þær hindranir eru nú úr vegi og ætti því ekki að standa á oss að fallast á óskir Stóra norræna í þessu efni.

Hefi eg svo eigi meira að segja að sinni. Vona eg, að tillögur nefndarinnar verði samþyktar.