02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2044 í C-deild Alþingistíðinda. (1324)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Eg stend upp út af fyrirspurn þeirri, sem háttv. þm. Dal. (B. J.) gerði til mín. Henni er auðsvarað. Þetta lán, sem hér er um að ræða, fæst alla ekki nema með þessu móti; en ef við göngum að þessum skilyrðum, fáum við lánið, og það með miklu betri kjörum en nokkurstaðar annarstaðar. Ástæðuna fyrir því, að þetta skilyrði er sett, þarf eg ekki að tilgreina nú, eg er búinn að gera oft grein fyrir því hér í þingsalnum.