02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2048 í C-deild Alþingistíðinda. (1328)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Stefán Stefánsson:

Eg get ekki fallist á, að fyrsta breyt.till meiri hl. nefndarinnar, sem fer í þá átt að feila fyrstu grein burtu, sé bygð á nokkurri sanngirni.

Þegar við lítum á, hvaða hag landssjóður hefir haft af Siglufjarðarlínunni, þá virðist ekki vera ósanngjarnt að fara fram á, að línan verði tekin í fyrsta flokk. Það, að línan var ekki sett í fyrsta flokk strax þegar hún var lögð, kom til af því, að menn bjuggust ekki við að hún mundi gefa svona mikið af sér, eins og raun hefir orðið á. Hagurinn af þessari línu hefir farið langt fram úr áætlun. Og beri maður hana saman við aðrar línur, sem eru í fyrsta flokki. þá sést, að hún veitir landssjóði miklu meiri tekjur en þær. Beri maður hana t.d. saman við Vestmannaeyjalínuna, sem er í fyrsta flokki, þá sést, að Siglufjarðarlínan veitir landssjóði miklu meiri tekjur. Tekjur af Siglufjarðarlínunni eru nú 33,2% brúttó, en tekjur af Vestmannaeyjalínunni eru ekki nema 21,3°% brútto, en netto er hagur af Siglufjarðarlínunni rúm 1% meira. Hvaða réttlæti eða sanngirni virðist nú vera í því að setja ekki Siglufjarðarlínuna í fyrsta flokk, þegar á þetta er litið? Ekkert. Hvaða sanngirni er í því, að halda áfram að hafa Siglufjarðarlínuna í öðrum flokki ? Engin. Þegar að alt mælir méð því, að línan komist í flokk með Vestmanneyjalínunni, þá vona eg að Alþingi láti ekki lengur dragast að verða við þessari sanngirnis- og réttlætiskröfu.

Eg mintist á þetta mál við landsímastjórann. Hann kvaðat vera því mótfallinn, að línan yrði tekin í fyrsta flokk, ef rekstrarskostnaður stöðvarinnar á Siglufirði hvíldi ekki á landssjóði. Það hefir komið ósk til okkar þingmanna Eyfirðirðinga frá Siglfirðingum, — borin fram af oddvita hreppsins — um, að línan yrði tekin í fyrsta flokk. Og eg er viss um, að hefðum við þingmennirnir getað haldið þingmálafund á Siglufirði, þá hefði aðaláherzlan verið lögð á þá áskorun til okkar þingmannanna, að við beittum okkur fyrir því máli. Auk þessa man eg ekki betur, en þess væri líka óskað á þingmálafundum í Skagafirði, að línan yrði sett í fyrsta flokk.

Að einhverjar fleiri línur, yrði krafist að yrðu teknar í fyrsta flokk, ef þessi yrði tekin, tei eg ekki ósennilegt. En gætu þær sýnt, að þær gæfu landssjóði eins miklar tekjur eins eg þessi lína gerir, þá sé eg ekkert á móti því, að það yrði gert. Með þessum tekjum mun Siglufjarðarlínan borga sig fyllilega á nokkrum árum, og geti aðrar línur gert það sama, þá er ekki nema sanngjarnt, að þær verði líka teknar í fyrsta flokk.

Það er búið að borga nokkuð af tillagi sveitafélaganna til Siglufjarðarlinunnar og það er ekki farið fram á, að landssjóður endurborgi það. Hitt er ekki nema sanngjarnt, að landssjóður greiði það sem eftir er af lánunum.