03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2074 í C-deild Alþingistíðinda. (1353)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Mattías Ólafsson:

Það hefir verið talað svo margt um veiðiskapinn á Eyjafirði, og hvernig sé að veiða þar í stormi. Veit eg það vel að vel má fiska fyrir innan Hrísey, þó að stormur sé fyrir utan hana, svo ekki megi fiska þar. Eg þekki það vel sem gamall sjómaður, að þótt stormur sé úti á hafi, þá getur þó verið alveg logn inni á firðinum, og þó eg þekki ekki Eyjafjörðinn af eigin reynslu, þá hugsa eg að hann sé í þessu eins og aðrir firðir.

Engar sannanir eru enn þá komnar fyrir því að hringnótaveiðin sé akaðleg fyrir síldarveiðina á Eyjafirðinum. Hvað það snertir, sem hann hefir sagt um það þessi gamli skipstjóri, þá held eg að það sé lítið að marka hvað hann segir um hringnótaveiði á Eyjafirði, því eg veit ekki til að hann hafi nokkurn tíma verið við veiðiskap síðan hringnótaveiðiskapurinn byrjaði. (Pétur Jónsson: Hann er þó á lífi enn þá). Já, mér þykir það nú ekkert ósennilegt, og varla hefði hann verið að segja háttv. flutningsmanni um þetta, væri hann ekki lifandi. Og þó hann sé nú á lífi, þá hefi eg þó heyrt að hann kæmi nú aldrei á sjó, heldur héldi sér á þurru landi. Og það sem hann segir það er því bara ímyndun hans, en ekki bygt á neinni reynslu.

Hvað það snertir, sem haft er eftir fiskifræðingnum, að síldin flýji út úr firði þegar hún verði vör við herpinót, þá held eg að það sé ekki haft rétt eftir.

Það er því víst að þessi lög mundu baka þeim tjón, sem herpinótaveiði stunda, en engin stinnun er framkomin fyrir því að þau myndu verða nokkrum manni að gagni. Það er alveg meinlaust að leyfa herpinótaveiði hvar sem er, og þá ekki síður á. Eyjafirði.

Annað mál er það, að banna herpinótaveiði á Skagafirði; það er nokkurn veginn sama hvort hún er bönnuð á Héraðavötnunum eða á Skagafirðinum, hvorugt mundi gera neinn skaða, en þá auðvitað heldur ekkert gagn. Þar er ilt að fiska og heldur ekki er Skagafjörðurinn neitt fiskisæll. Þar væri því meinlaust að banna hringnótaveiði ef hún á annað borð á nokkursstaðar að vera bönnuð. Og ef ekki verði neitt samþykt hér af frumvarpinu annað en það, að Skagfirðingum sé leyft að gera samþyktir um hringnótaveiði hjá sér, stendur mér það á sama, og þá má hv. framsögum. gera sig ánægðan með að koma heim með þennan ræfil af frv., því eg veit að Akureyringar verða á móti því. að samþykt verði gerð um Eyjafjörðinn og þá er eg ánægður.

En þó nú að einhverju leyti væri rétt að samþykkja þetta frumvarp, þá er það þó frá einu sjónarmiði ekki rétt, frá þingsins sjónarmiði. Frá þingsins sjónarmiði er ekki rétt að gera svona lög, sem ekki eru bygð á öðru en ímyndun, og því yrðu hégóminn einber. Það ætti að reyna að koma í veg fyrir það að þingið sýndi þá vanhugsun að láta svona lög frá sér fara, sem maður veit að gerir skaða, en engin vissa er fengin fyrir að ger í nokkurt gagn.

Þegar þetta frumvarp var hér í deildinni var eg einráðinn í því að greiða atkvæði á móti því, og er eg það enn, því engin bót hefir verið gerð á því í efri deild.