03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2084 í C-deild Alþingistíðinda. (1362)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Lárus H. Bjarnason:

Það voru að eins örfá orð. Eg vil minna hæstv. ráðherra á það, að háttv. 2. þm. Eyf. (H. H.) sat í sama stólnum, þegar hann talaði þessi orð við mig, sem ráðherra situr í núna. Háttv. 1. þm. Eyf. hafði snúið snúið sér til mín og eg spurði þá háttv. 2. þm. Eyf. um leið og eg gekk í sæti mitt, sem kunnugan mann, hvort frumvarpið væri Eyfirðingum áhugamál. Hann hristi höfuðið og sagði frumvarpið að eins eða nánast fyrir einn hrepp, og bætti við brosandi »hrepp Stefáns«. Meira sagði hann ekki, ekki eitt einasta orð, en hvað hann hefir hugsað, veit eg ekki.

Eg marka lítið heildarmótmæli ráðh., enda siður prokúratora þegar þeir komast í bobba að mótmæla á þann hátt. Mótmæli hann aftur tilteknum sögum mínum, skal eg sanna þær margar »juridiskt«. Það vill svo vel, til að margt er hægt að sanna »rjuridiskt« af því sem eg hefi haft eftir honum, hann veit það jafn vel og eg, hvað »juridisk« sönnun er.

Tilvitnun ráðherra til laganna frá 1877 var sáróheppileg. Þau lög eiga, eftir útkomu laganna frá 1888, ekki við síldveiðar, en fyrirliggjandi frumvarp á svo sem kunnugt er að eins við síldveiði.