03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2085 í C-deild Alþingistíðinda. (1363)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Ráðherrann (.H. H.):

Þetta, sem háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) kemur nú með, að hann hafi spurt mig, og eg svarað honum svona, er alveg »typiskt« dæmi upp á það, hvernig hann fer að því, að hafa eftir. Eg sagði honum, að þetta mundi aðallega vera áhugamál í einum hreppi, Arnarnesshreppi, því að þar hefði komið þingmálafundaráskorun um þetta, út úr því tekst honum að fá það, að lögin mundu snerta þann hrepp einan. En það er nokkuð sitt hvað eins og allir sjá.

Eg sé ekki til neins að vera að þrátta um þetta við háttv. þm. frekar. Þarna er komin fram mýflugan, sem sá úlfaldinn hans varð úr.