03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2086 í C-deild Alþingistíðinda. (1368)

128. mál, friðun fugla og eggja

Framsm. (Benedikt Sveinsson):

Mál þetta er undirbúið af háttv. Ed. Í Nd. hefir nefndin komið fram með nokkrar brtill. við það á þgskj. 637, sem eg hygg að varla þurfi að leiða mikil rök að. En svo sé eg að háttv. 2. þm. S.-MúI. (G. E.) hefir enn komið með brtill. á þgskj. 640. Honum þykir friðunartími rjúpunnar eigi byrja nógu snemma eftir tillögu nefndarinnar, en meiri hluti hennar vill ekki láta friðunartímann byrja fyrr en 1. Febrúar, því að rjúpur koma ekki í sum bygðarlög fyr en eftir 20. Desbr., og það er ekki rétt að bægja mönnum í þeim sveitum með öllu frá rjúpnaveiðum. Nefndin verður því að vera á móti þessari brtill.

Annars finn eg ekki ástæðu til þess að lengja umr frekar út af þessu. Hv. Ed. hefir hvort sem er nokkurs konar einkarétt á þessu frumvarpi, því að þar sitja helztu fuglafræðingar þingsina og þangað er að leita vísdómsins og þekkingarinnar í þessu máli.