03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í C-deild Alþingistíðinda. (1371)

128. mál, friðun fugla og eggja

Guðmundur Eggerz:

Eg á brtill. á þgskj. 640. Eg álít varhugavert að lögbjóða algerða friðun sum árin, því að víða hafa menn töluverða atvinnu af rjúpnaveiðum. Mín tillaga gengur í þá átt, að rjúpan verði friðuð á tímabilinu frá 20. Desember til 20. September. Eg ætla að einna mest sé skotið af rjúpu í Janúar. Þá er farið að harðna að til fulls og rjúpan leitar því niður til sjávar og til bæjanna. Eg held að þetta sé nægilega langur friðunartími, að minata kosti fyrst um sinn. Skyldi það koma í ljós, að rjúpan minkaði eða útlit væri fyrir að hún mundi gereyðast þrátt fyrir þessa framlengingu friðunartímans, teldi eg sjálfsagt að friða hann algerlega um nokkur ár, því það er skylda hvers siðaðs þjóðfélags að gæta þess, að dýrategundum verði ekki útrutt með öllu að nauðsynjarlausu.

Að öðru leyti hefi eg ekkert við nefndarálitið að athuga.