03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í C-deild Alþingistíðinda. (1372)

128. mál, friðun fugla og eggja

Matthías Ólafsson:

Það er alveg ómögulegt fyrir nefndina að verða Við tilmælum háttv. 2. þm. S.- Múl. (G. E.), að friða rjúpuna frá 10. Desember til l0. September. Með því móti yrðu mörg héruð algerlega útilokuð frá rjúpnaveiðum, og það er ótækt, því að víða eru þessar veiðar talsverður atvinnuvegur. Í mörgum héruðum eru rjúpnaveiðar aðallega stundaðar siðari hluta Desembermánaðar, í Janúar og jafnvel fram í Febrúar. Í þeim héruðum mundi ekki verða ið minsta gagn að þessari veiði, ef veiðitíminn væri þannig takmarkaður. En til þess bæta rjúpunni þetta upp, hefir nefndin lagt til að rjúpan skuli vera alfriðuð fimta hvert ár. Nú virðist háttv. þm. S.-Þing. (P.J.) vera illa við það ákvæði, og fer hann fram á að nefndin taki þá tillögu sína aftur; Háttv. framsögum. (B. SV.) hefir lýst yfir því fyrir sitt leyti, að hann geti það ekki En eg hygg þó að hægt mundi að vinna nefndina til þess, ef hún fengi vissu um að friðunartíminn yrði ekki lengri en frá 1. Febrúar til 20. September. Það var þetta, sem vakti aðallega fyrir nefndinni, að gera ekki einstökum héruðum alveg ómögulegt gagnið af þessari veiði.