03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2102 í C-deild Alþingistíðinda. (1381)

105. mál, jarðirnir Bústaðir og Skildingarnes lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Út af því sem háttv. þm. Borgf. (Kr. J.) sagði, þá vil eg geta þess, að það er ekki rétt, að Kaupmannahöfn hafi gleypt alt. »Frederiksberg« liggur ekki í lögsagnarumdæmi Kaupmannahafnar og liggur þó Kaupmannahöfn utan um bæinn á alla vegu. Háttv. sami þingm; sagði, að sér væri þetta ekkert kapps mál; því er hann þá að koma fram með þetta? Hann sagði líka, að gengi þetta mál ekki fram nú, þá mundi verða komið fram með það á öllum næstu þingum. Látum svo vera, að það yrði gert; þá mundi málið horfa alt öðruvís við en það nú gerir.