03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í C-deild Alþingistíðinda. (1383)

105. mál, jarðirnir Bústaðir og Skildingarnes lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Lárus H. Bjarnason:

Eg vona að deildin lofi þessu framvarpi að ganga til 3. umræðu, hvað sem hún kynni að ætla sér að gera við það þá. Ef hún gerir það, þá reyni eg að koma því til leiðar við bæjarstjórnina, að hún líti sér nægja að fá Bústaði. Eg vona að deildin verði þessu samþykk, ekki sízt fyrir þá sök, að háttv. 2. þm. G. K. (Kr. D.) er því víst fylgjandi, að málið fái að ganga til 3. umræðu.