03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í C-deild Alþingistíðinda. (1384)

105. mál, jarðirnir Bústaðir og Skildingarnes lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Kristinn Daníelsson:

Háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) sagði, að eg væri því fylgjandi, að málið færi til 3. umr. Eg var á leiðinni með rökstudda dagskrá til hæstv. forseta, en lét það þó biða að afhenda hana samkvæmt beiðni þingmannsins. Eg get gert það fyrir þingmanninn, að greiða ekki atkvæði móti því til 3. umræðu; en komist það fram nú við 2. umræðu, þá mun eg koma með mína rökstuddu dagskrá við 3. umræðu.