03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2104 í C-deild Alþingistíðinda. (1387)

95. mál, málskostnaður

Jón Magnússon:

Það getur vel verið, að frumvarpið sé ekki svo þýðingarmikið eins og það nú liggur fyrir. En eg álít athugavert að fara að breyta litlu atriði í réttarfarinu; það væri eflaust ástæða til að endurskoða réttarfarið í heild. En að taka svona litla kafla í einu, það dugar ekki; það verður aldrei annað en kák. Eg skal geta þess, að eg álít að nefndinni hafi skotist yfir eitt atriði. Þegar maður mætir ekki fyrir sáttanefnd, þá er vanalegt að dæma hann í málskostnað. Nefndinni hefir skotist yfir að gera ráð fyrir því, að þetta gæti komið fyrir. Ef frumvarpið verður samþykt nú, þá þyrfti þd að breyta þessu síðar.

Annars vil eg geta þess í sambandi við þetta, að það er oft farið í mál að ástaæulitlu út úr lítilræði gegn bláfátækum mönnum, sem ekki geta borgað. Og ef nú ætti að dæma í málakostnað að skaðlausu, þá yrði hann oft margfaldur á við skuldina. Það koma fyrir í tugum og hundruðum slík mál hér í Reykjavík. Málaflutningsmenn hafa komið sér saman um taxta um að flytja ekki mál fyrir undirrétti fyrir minna en 25 krónur. Ef þetta yrði dæmt, þá yrði ef til vill málskostnaðurinn tífaldur á við skuldina. Mér virðist miklu betra að svo stöddu að hafa gamla ákvæðið og hrófla ekkert við lögunum nú.