04.09.1913
Neðri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2163 í C-deild Alþingistíðinda. (1413)

90. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Eg hefi í rauninni ekkert að segja fyrir hönd nefndarinnar nú. Að vísu komu í lok 2. umræðu fram upplýsingar frá hæstv. ráðherra um það, að tilboð, sem komið er fram frá Monberg, fari 45 þús. kr. fram úr áætlun hafnarverkfræðingsina, þeirri sem þetta frumv. er bygt á. Þótt þetta sé óþægilegt, þá telur nefndin ekki útilokað, að lægra tilboð geti komið fram og nefndin telur að minsta koati líklegt, að höfn megi gera fyrir ið áætlaða verð. Því hefir nefndinni ekki þótt ástæða til að koma með brtill. um hækkun upphæðarinnar, hvorki styrksins né lánsins. Nefndinni hefir nú að vísu ekki verið sýnt fram á það, að tekjur innar fyrirhuguðu hafnar muni geta borið þau auknu útgjöld, sem þetta háa tilboð Monbergs mundi hafa í för með sér, ef því yrði tekið.

Meiri hluti nefndarinnar telur samt ekki ástæðu til að fella frumv. Samkvæmt 5. gr. frumv. hefir stjórnarráðið yfirumsjón verksins. Er því engin hætta á, að ráðist verði í fyrirtækið, nema útlit sé til að það beri sig. Leggur því meiri hl. nefndarinnar til að samþykkja frumv. óbreytt.