04.09.1913
Neðri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2172 í C-deild Alþingistíðinda. (1419)

90. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Framsm. (Pétur Jónsson):

Út af ræðu háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) skal eg geta þess, að eg er honum samdóma í því að sé þessi höfn ekki ætluð fyrir önnur skip en mótorbáta og þau skip, sem, eins og nú stendur, geta komist inn á innri höfnina, að vegur sé til að komast af með minna fé en ráð er gert fyrir í frumv.

Til þess að menn geti glöggvað sig á málinu, þá setja eg að gefa háttv. þm. stutt yfirlit yfir kostnaðinn eins og ráð er gert fyrir í áætluninni. Það eru þá fyrst tveir hafnararmar, sem gera það að verkumi að kyrt er á höfninni, og kosta 130 þús. kr. Ennfremur bryggja úr landi, sem ætlast er til að botnvörpungar geti lagst við. Hún kostar með uppfyllingu 42 þús. kr. Af þessu fé ganga að eins 18 þús. kr. til bryggjunnar sjálfrar, en hitt til ugpfyllingar. Þá er uppgröftur hafnarinnar, fjögra metra dýpi alstaðar með fjöru og 5 metra á dálitlu svæði. Þetta er áætlað alt að 52.000 krónum. Þetta álít eg tæpasta liðinn í áætluninni. Það er gert ráð fyrir, að hver teningsmeter koati jafnmikið og Monberg tekur fyrir hvern teningsmeter hér í hafnaruppgreftrinum, umfram það sem í inu fasta tilboði er til tekið. Eg álít rétt að gefa þessar upplýsingar.

Til þess að tryggja mótorbáta og skip alt upp að 100 tons, er hægt að komast af með hafnargarðana, 130 þús. kr., og bryggjur innan við 20 þús. kr. Eigi aftur á móti að grafa höfnina upp, þá hleypir það kostnaðinum mikið fram. En talsvert væri máske hægt að greiða fyrir með minni háttar uppgrefti á vissum stöðum.

Nefndin var öll sammála um það, að varhugavert væri að leggja út í fyrirtækið, ef það kæmi til að kasta fast að 300 þús. kr., en það virðast allmiklar líkur til, að komist verði af með minna og hægt verði að halda áætlun.