05.09.1913
Neðri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2189 í C-deild Alþingistíðinda. (1444)

100. mál, sölubann á tóbaki til barna og unglinga

Matthías Ólafsson:

Eg óska þessi að þetta mál verði tekið út af dagskrá. Nefndin hefir, eins og kemur fram í enda nefndarálitsins, komið fram með tillögu til þingsályktunar, sem kemur bráðum til umræðu hér í deildinni.

Málið tekið út af dagskrá.

Dagskrá: 1. Frv. til laga um sparisjóði (680, 684, 726, 730); 3. umr.

2. Frv. til laga um friðun fugla og eggja (696, 735); 3. umr.

3. Frv. til laga um viðauka og breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 12. Jan. 1884 (659; n, 719, 720); ein umr.

4. Frv. til laga um bjargráðasjóð Íslands (704); 3. umr.

5. Frv. til laga um forðagæzlu (703); 3. umr.

6. Till. til þingsályktunar, um að landstjórnin hlutist til um, að fræðslumálastjórn landsins afli sér upplýsinga um tóbaksnautn ungmenna og barna um land alt (739); hvernig ræða skuli.

Allir á fundi.

Fundargerð síðasta fundar samþykt og staðfest.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið:

I. Í deildinni:

1. Brtill. Við frv. til laga um breyting á lögum nr. 18. 3 Okt. 1903, um kosningar til Alþingis. Frá nefndinni (742).

2. Nefndaráliti um sama frv. (741). 3. Till. til þingsályktunar um mælingar á túnum og matjurtagörðum. Flutn.m. Sig. Sigurðsson (744).

4. Till. til þingsál. um að landstjórnin hlutist til um að fræðslumálastjórn landsins afli sér upplýsinga um bakanautn ungmenna og barna um land alt. Frá nefndinni í málinu: Frv til laga um sölubann á tóbaki til barna og unglinga (739).

5. Frv. til laga um breyting á fátækralögum 10. Nóv. 1905. Eftir 2. umr. í Nd. (745).

6. Frv. til laga um breytingu á og viðauka við lög 22. Nóv. 1907, um bæjarstjórn í Hafnarfirði Efir 2. umr. í Nd. (746).

7. Nefndaráliti um frv. til laga um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju (740).

8. Nefndaráliti um frv. til laga um breyting á sveitarstjórnarlögum 10. Nóv. 1905 (738).

9. Brtill. Við frv. til laga um forðagæzlu. Frá Þorleifi Jónssyni og Sig. Sigurðssyni (749).

10. Nefndaráliti um frv. til laga um járnbrautarlagningu og frv. til laga um verðhækkun út af járnbrautarlagningu. Frá minni hlutanum (734). II. Frá efri deild:

1. Framhaldsnefndaráliti um frv. til laga um mannanöfn (737).

2. Brtill. við brtill. á þgskj. 687. Frá Guðjóni Guðlaugssyni (747). Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

Símskeyti frá kjósendafundi á Bíldudal, þar sem skorað er á Alþingi að veita Eimskipafélagi Íslands sem ríflegastan styrk.

Forseti tilkynti, að ráðherra hefði framlengt þingtímann til Laugardags 13. þ. m. að þeim degi meðtöldum.

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir:

FBUMVARP til laga um sparisjóði (680, 684, 726, 730); 3. umr.