06.09.1913
Neðri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2193 í C-deild Alþingistíðinda. (1446)

26. mál, sparisjóðir

Stefán Stefánsson:

Eg á brtill. á þgskj. 684. Háttv. framsögum. meiri hl hefir nú skýrt frá því, að nefndin geti ekki fallist á hana, af því að hún minki tryggingu þeirra manna, sem fé eiga inni í sjóðunum. Það kann að vera að svo fari í aumum tilfellum, en ekki hygg eg að sú verði raunin á, þar sem eg þekki til. Þar er mér kunnugt um, að sjálfskuldarábyrgðarlán eru ekki talin neitt ótryggari en jarðarveð, og mér er ekki kunnug um, að sá sparisjóður, sem eg þekki nánast, hafi tapað á þeim einum eyri. Þegar lítið er til sparisjóðanna í Norðurlandi, þá kemur það í ljós, að þeir fá miklu meira fé í vöxtum af sjálfskuldarábyrgar- og víxillánum en af fasteignalánum, og þá hygg eg, að varhugavert sé að breyta svo mjög til um þetta, án þess að sýnt sé fram á, að önnur lán séu hættumeiri, en fasteignaveðalánin. Og eina eg nú er ástatt á Norðurlandi, veit eg að mundi verða að heimta inn afarmikið fé til þess, að ekki væri nema helmingur sparisjóðslánanna í sjálfskuldarábyrgðar og víxil-lánum.

Mér skilst svo, að í lögum þessum sé að eins um heimild að ræða fyrir stjórnina, til þess að veita núverandi sparisjóðum undanþágu, en alla ekki neina skyldu. Og eg hygg, að það mundi víða verða óþægilegt, að ganga eftir þessum útistandandi upphæðum til þess að fá þennan rétta samanburð. Því að gæta verða menn þess, eftir þeim skilningi sem eg hefi sagst hafa á lögunum, að þótt sjóðirnir séu stofnaðir löngu áður en þau urðu til, getur stjórnin þó neit að þeim um undanþágu frá þeim. Og þetta á ekki eingöngu við Norðurland, því að mér er kunnugt um það, að hér á Suðurlandi eru stórir sjóðir, sem eiga ekki eina einustu krónu í fasteignaveðslánum, en eiga fleiri tugi þúsunda í sjálfskuldarábyrgðarlánum. Og þau lán hafa einmitt aukist mjög mikið á síðustu árum. Enda er það auðvitað, að þeir sem eiga fasteignir, þurfa síður á sparisjóðslánum að halda en aðrir, heldur ganga þeir einmitt í ábyrgð fyrir þá sem þess þurfa. Og nöfn þeirra ættu að verða jafngóð og jarðirnar, sem þeir eiga, svo að sjóðirnir missi ekki neitt við það að lána gegn ábyrgð þeirra. Ef þessum lögum yrði beitt freklega, þá álít eg þau óheppileg og hygg, að þau mundu draga úr viðgangi sjóðanna, í stað þess að efla hann.

Enn fremur er annað ákvæði í þessum lögum, sem eg hygg, að muni gera það að verkum, að beztu mennirnir verði fráhverfir því, að taka að sér forstöðu sparisjóðanna. Hve margir eiga að taka á sig trygginguna? Og hve mikil á tryggingin að vera? Á hún að vera fyrir öllu því fé, sem árlega fer í gegnum hendur sparisjóðsstjórnanna, eða því sem mest er í hennar vörzlum í eitt skifti? Eg er að minsta kosti visa um það, að þeir menn í minni sveit, sem helzt er til þess trúandi að stjórna slíkum sjóðum, muni hika við það, ef þetta verður að lögum, og svo hygg eg að verði víðar. Ef þessi brt. mín verður feld, þá mun eg ekki geta fylgt þessu frumv. lengur, því þá hygg eg að það verði til þess, að draga heldur úr sparisjóðunum en hitt. Og það er þó eitt fyrsta framfararsporið hjá okkur, að halda uppi þessum sparisjóðum, því að víst er um það, að þeir peningar, sem í þá eru lagðir, mundu sjaldnast sjást til neins gangs, heldur verða að eyðslueyri, ef þessir sjóðir væru ekki til. Einkum er mikils um það vert, að börnin læri að leggja aura sína í sparisjóð. Enda er nú svo komið að þeir eru víða orðnir þeim kærir, og þess vegna væri ilt, ef lagðar væru hömlur á þá, þar sem ekki er hægt að sýna, að þeir hafi tapað miklu með því fyrirkomulagi, sem nú er. Og hvers vegna á þá að vera að gera stór-breytingar á fyrirkomulagi þeirra að óþörfu?