09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í C-deild Alþingistíðinda. (145)

39. mál, skipun læknishéraða

Flutningsm. (Kristinn Daníelsson):

Frv. þetta, sem við höfum leyft okkur að leggja fyrir háttv. deild, er fram komið eftir sanngjarnri ósk héraðsbúa í því læknishéraði, sem farið er fram á að stofna. Eg nefni það nú þegar læknishérað, því að það hefir áður verið skipað sérstökum lækni, en var svo svift honum aftur. Kjósarhérað var stofnað með sömu ummerkjum og nú er farið fram á í lögum 13. Okt. 1899, en var svo aftur af numið með lögum 16. Nóv. 1907. Þá var læknirinn tekinn af Kjósarbúum og þeim ætlað að vitja læknis til Hafnarfjarðar. Má vera að þessu hafi valdið, að þá hafi ekki verið eins margt um lækna og nú. Að eina var þeim sýnd sú líkn, ef líkn skyldi kalla, að héraðslækninum í Rvík var gert að skyldu, að vitja þeirra við og við. En þetta var í rauninni sama sem að svifta þá allri læknishjálp, því að héraðslæknirinn í Reykjavík hefir, eina og kunnugt er, alt of miklu að sinna til að geta tekist á hendur langar ferðir upp um sveitir. Aðfarirnar við þetta læknishérað eru eins dæmi í sögu læknaskipunarinnar. Annarstaðar hefir ávalt verið stefnt að því að gera fólkinu sem auðveldast um að leita sér læknishjálpar, en þessum hreppum er gert það miklum mun örðugra en áður var.

Eg sé svo ekki þörf á að fara fleiri orðum um þetta mál að sinni, en vona að háttv. deild sýni því þá sanngirni að vísa því til 2. umr. Svo leyfi eg mér að stinga upp á að kosin verði 5 manna nefnd til að íhuga frv. að lokinni þessari umr.