06.09.1913
Neðri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2208 í C-deild Alþingistíðinda. (1454)

128. mál, friðun fugla og eggja

Matthías Ólafsson:

Eg ætla að eins að segja örfá orð viðvíkjandi brtill. á, þskj. 735, ekki af því að eg sé þar á sama máli, heldur þvert á móti. Það munar ekki svo miklu, hvort takmarkið er heldur 7 ár eða 5 ár, en eg hygg; að breytingin verði til þess, að menn ruglist fremur í tölunni, því að það er óneitanlega handhægara að hún standi á tug. Er eg hræddur um að fyrir þessa breytingu muni það fremur gleymast mönnum, hvenær það er, sem drepa má rjúpuna. Held eg að breytingin mundi því fremur stuðla til þess að auka lögbrotin en hitt.

Vildi eg óska að háttv. flutningamenn vildu taka aftur þessa breytingartillögu.