08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2232 í C-deild Alþingistíðinda. (1470)

93. mál, hallærisvarnir

Kristinn Daníelsson:

Af því að eg hefi tekið töluverðan þátt í meðferð þessa máls hér í þinginu, fyrst í nefndinni og síðan komið fram með brtill. við það, þá þykir mér hlýða að fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þess nú við 3. og síðustu umræðu málsins.

Þegar þetta mál kom fyrst fram, þá gekk eg að því með þeirri hugsun, að mér var mjög fjarri skapi að geta aðhylst frumvarpið. Orsakir til þess voru: í fyrsta lagi sú, að nú orðið virðist ekki vera svo mikil þörf á að stofna slíkan sjóð; í öðru lagi, að hér var verið að leggja nýjan persónulegan skatt á þjóðina, sem alt af er mjög óvinsælt af öllum almenningi; og í þriðja lagi, að þetta var verið að gera að þjóðinni algerlega fornspurðri, og álít eg það sízt mega, þegar verið er að leggja á, hana beina skatta. Þjóðin á rétt á því, að sem flest mál séu borin undir hana, en allra helzt þó þegar um nýjar skattaálögur er að ræða. Þótt afstaða mín í fyrstu væri þannig, fór þó svo, hvað fyrstu ástæðuna snertir, um nauðsynina, eins og oft vill verða við nánari íhugun, að mér þótti ábyrgðarhluti nokkur að ganga algerlega á móti málinu, hugsaði sem svo, að vera kynni þó talsverð nauðsyn þessu. Auðvitað er þessi nauðsyn mjög svo misjöfn á ýmsum stöðum á landinu, og þrátt fyrir það, þótt reynt hafi verið að hnekkja því, þá verður því ekki neitað.

Eg gerði við 2. umræðu tilraun til að bjarga málinu og bæta úr agnúunum, og kom fram með brtill. eins og háttv. deildarmenn muna, þess efnis, að fyrst um sinn skyldi þetta vera mönnum í sjálfavald sett, til þess að ekki yrði þrengt skatti upp á menn og tími vinnist til að vita hug og vilja þjóðarinnar.

Því miður féllu þessar tillögur minar við 2. umr., en nú eru að vísu komnar fram tillögur svipaðs efnis, sem eg skal játa að gera málið mun aðgengilegra, enda sagði háttv. framaögumaður, að þær væru fram bornar til samkomulags. Þessar tillögur bæta úr að því leyti, að eftir þeim á gjaldið ekki að vera persónulegur skattur á einstaka menn og þar að auki nokkrum mun lægra en áður, en þó enn þá töluvert tilfinnanlegt.

Eg hjó eftir því hjá háttv. þm. V-.Ísf. (M. Ó.), að hann sagði, að gjaldið myndi verða sem næst 100 kr. á hvern hrepp. Þetta getur verið sumstaðar, en hlýtur þó að verða meira annarstaðar, og þá þeim hreppum tilfinnanlegt. Hver er sjálfum sér næstur, og eg veit að í mínum hreppi myndi þetta gjald verða um 200 kr. Nú geldur hann 1300. kr sýslugjald, 1700 kr. til fátækraframfærslu 1000 kr. til skóla, 400 kr. í afborganir af skuldum og 150 kr. í símgjald. Ef þetta gjald bættist við, verð eg að segja að það yrði hreppnum mjög svo tilfinnanlegt. Eg hafði hugsað mér að koma með brtill. til að lagfæra þetta betur en till. nefndarinnar á þskj. 751, en hætti þó við það, vegna þess að ekki er fengin Vissa um vilja þjóðarinnar í þessu efni, og hins vegar hefði gjaldið þá orðið svo lítið, að langan tíma þyrfti til þess að sjóðurinn yrði svo stór að um munaði hjálp hans; ef eitthvað á bjátaði.

Þegar litið er á það, að þetta á að verða stór sjóður til að bæta úr stórvandræðum, sem að höndum kynnu að bera, þá vil eg benda háttv. deild á, að það munar ekki miklu þótt sjóðsstofnun in dragist um eitt fjárhagatímabil eða jafnvel ef til vill ekki nema eitt ár Þótt eg játi, að hugsunin sé góð í málinu, þá þykist eg samvizku minnar, vegna vel geta lagt það,til,, að því verði frestað að þessu sinni. Það getur ekki orðið til mikils skaða fyrir hugsjónina en vinst að hinu leytinu tími, til þess bæði af stjórnarinnar hendi og almennings, að íhuga málið betur.

Tillögur minar í málinu verða því þær, að biðja hæstv. forseta samkvæmt 39 gr. stjórnarskrárinnar og 52 grein þingskapanna að bera það undir atkv., að vísa málinu til ráðherrrans. Verði það felt, mun eg greiða atkvæði með tillögu háttv. 1. þm. Rvk. (L H. B.) og; nái hún fram að ganga, greiði ég málinu atkvæði, en falli hún þá á móti.