10.07.1913
Efri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

46. mál, veiði á Íslandi

Hákon Kristoffersson (þm. Barðstr.):

Jeg vil aðeins gera stutta athugasemd út af ummælum h. 5. kgk. þm. um mat varpjarðanna. Einmitt á flestum varpjörðunum kemur margt fleira til skoðunár en sjálft varpið. Víða er t.d. á slíkum jörðum hrognkelsaveiði o. fl. slík hlunnindi. Varpjarðirnar eru oft eyjar, en þar er betri grasspretta en á landi. Og margt annað þessu líkt getur komið til greina, þegar meta skal varpjarðirnar.